Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1999, Síða 59

Ægir - 01.12.1999, Síða 59
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEOI Fríðrik Bergmann SH-240 rlingur Helgason, útgerðarmaður í Ólafsvík fékk á dögunum afhentan 70 tonna bát hjá skipasmíðastöðinni Ósey í Hafnarfirði, sem fengið hefur nafnið Friðrik Bergmann SH-240. Skipið er hannað sem alhliða fiskiskip en verður gert út á dragnótarveiðar. Kostnaður við smíðina nam um 56 milljónum króna, þegar búnaður hefur verið meðtalinn. Smíði skipsins hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sigþví upphaflega átti að afhenda það um síðastliðin áramót en vegna stórbruna hjá Ósey, fyrir rúmu ári, varð seinkun á afhendingu. Nœr fullsmíðað skip varð þá Ný fiskískip eldinum að bráð ogþví varð Ósey að stníða skipið að nýju, sem skiljanlega olli margra mánaða seinkun á afhendingu. Um hönnun skipsins sá Skipa og vélatœkni ehf. í Keflavík. Erlingur Helgason, útgerðarmaður, verður sjálfur skipstjóri á Friðriki Bergmann SH en stýrimaður verður Sölvi Konráðsson og vélstjóri Garðar fónsson. ------------------------AGIR 59

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.