Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.2000, Qupperneq 15

Ægir - 01.09.2000, Qupperneq 15
FRÉTTIR Haraldur Böðvarsson hf. skilar milliuppgjöri: Reksturínn á góðu róli Haraldur Böðvarsson hf. var rekinn með 60 milljóna króna hagnaði á fyrri helm- ingi ársins 2000. Þetta er yfir 80% minni hagnaður en á sama tíma í fyrra, þegar félagið var rekið með 361 milljón króna hagnaði, en árangurinn er engu að síður talinn viðunandi. Rekstrartekjur HB á fyrri hluta ársins voru alls 2.389 milljónir króna, saman- borið við 2.034 milljónir í fyrra. Rekstr- argjöld hækkuðu úr 1.704 milljónum í 1.883 milljónir og hagnaður fyrir af- skriftir varð því 506 milljónir króna samanborið við 330 milljónir í fyrra, sem er aukning um 53%. Að teknu tilliti til skatta og óreglu- legra liða var hagnaður tímabilsins 60 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtæk- inu jukust rekstrartekjur útgerðar um 400 milljónir á meðan rekstrartekjur fiskvinnslu drógust saman um tæpar 200 milljónir. Skýring á þessu er einfaldlega sú að aukin áhersla er nú á sjófrystingu hjá HB í kjölfar kaupa á frystitogaranum Helgu Maríu. Fyrir átti fyrirtækið frysti- skipið Höfrung III. Afli skipanna varð á tímabilinu um 7.700 tonn en afli fersk- fisktogaranna á fyrstu sex mánuðum varð um 4.500 tonn. Nótaskipin öfluðu 86 þúsund tonna, eða nokkru meira en fyrstu sex mánuði ársins 1999- Nýr markaðsstjóri hjá Sæplasti hf. Þann 1. júlí 2000 var starfsemi Sæplasts hf. á íslandi skipt í tvennt. Þá tók til starfa nýtt dótturfélag, SæpLast DaLvík ehf., sem hefur meó höndum rekstur verksmiðju féLagsins á Dalvík. Frá sama tíma hefur SæpLast hf. verið rekið sem móðurféLag sem hefur yfir- umsjón með rekstri dótturféLaganna á ísLandi, í Kanada, Noregi og á IndLandi. Nú hefur Sigurður Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri dótturfyrirtækis SæpLasts í Kanada, verið ráðinn markaðsstjóri móðurféLagsins og tók við því starfi þann 1. september sL. HLutverk hans verður að samræma markaðsstarf aLlra dótturfyrirtækjanna og tryggja að þeir möguleikar sem búa í hinum einstöku fyrirtækjum verði nýttir til fulLs í sam- stæðunni. ViJhelm Porst * mmm ea j j Óskum eiganda og áhöfn til hamingju ÍPIillP AÁr'^tt Um borð er: GLORIA Bylting í flottrollum POLY-ICE Toghlerar DYNEX' Sterkara en stál MAGNET Magnadur hnútastyrkur HAMPIÐJAN heimasíða: www.hampidjan.is Bildshofði 9 110 Reykjavík S(mi:530 3300 Fax:530 3309 Netfang:hampidjan@hampidjan.is Auglýsandi! Talaðu við þinn markhóp í gegnum okkur! Auglýsingar í síma 898 8022

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.