Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 42

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 42
RITDÓMUR Sterk skilaboð að utan - lítil viðbrögð hér heima Nokkur orð um bókina Hið sanna ástand heimsins Þeirri skoðun hefur vaxið ásmegin síðustu áratugi, einkum á Vestur- löndum, að vegna ofnýtingar náttúru- gæða, mengunar og misréttis manna á meðal, væri mannskepnan á góðri leið með að útrýma sjálfri sér. - En er þessi sýn á rökum reist? Fyrr í sumar kom út athyglisverð bók á vegum Fiskifélagsútgáfunnar ehf., Hið sanna ástand heimsins eftir dr. Björn Lomborg, lektor við Kaupmannahafnar- háskóla. Þar er fullyrt að flestar, síendurteknar kenningar um heim í hættu séu áróður og í besta falli misskilningur fræðimanna og at- vinnumanna í umhverfismálum. Vissu- lega stór orð sem valdið hafa gríðar- legum úlfaþyt erlendis en litlum við- brögðum hér heima, hvað sem veldur. Höfundurinn áréttar í bók sinni að margt sé enn óunnið í umhverfismálum og ástandið engan veginn viðunandi, einkum vegna misréttis og mis- að alhr sem ekki dansa eftir þeirra pipu séu taldir umhverfissóðar. Er mál að linni. I upplýsingasamfélagi nútímans eru miklir möguleikar á að skapa umræðu sem máli skiptir. Með aðstoð fjölmiðla getur fólk með ólík viðhorf mæst svo úr verði deigla frjórrar umræðu og ígrundaðra ákvarðana. Þetta er grund- völlur lýðræðisins og forsenda þess að við getum talist vera þegnar í upplýstu samfélagi. Hins vegar verðum við um leið að leggja þá skyldu á herðar vísindamanna og fjölmiðlafólks að við fáum sannleikann upp á borðið en ekki pantaðar niðurstöður sem kunna að selja blöð eða bera uppi fjárhag sjálfskipaðra náttúruverndarsamtaka. Bókarhöfundur geldur varhug við þess háttar fyrirbærum, í hvaða líki sem þau birtast. Hafi hann þökk fyrir athyglis- verða bók sem enginn áhugamaður um mannlegt samfélag ætti að láta framhjá sér fara. -vh. skiptingar gæða heimsins. Það breyti þó ekki því að ástandið fari sífellt batnandi: Vatnið sé betra og aðgengilegt fleirum en áður, matvælaframleiðsla í heiminum aukist ár frá ári, æ færri jarðarbúa svelti þrátt fyrir íbúafjölgun, skógar fari stækkandi, hagvöxtur um alla jörð fari vaxandi, útrýming dýrategunda sé minni en áður og mengun lofts og sjávar fari minnkandi. Höfundurinn bendir t.d. á að meðalaldur jarðarbúa árið 1900 hafi verið 30 ár en sé núna tæplega 70 ár. Er það til vitnis um að heimur versnandi fari? Vissulega hefur barátta umhverfis- verndarsinna sl. tvo áratugi skilað miklum árangri og fullyrða má að ástand heimsins væri verra ef hún hefði ekki verið háð. En þetta nýja stöðumat hins danska fræðimanns kallar hins vegar á aðrar spurningar hér heima eins og hvort ástæða sé til að efast um trúverðug- leikann í málflutningi þeirra sem berjast BJORIU LOMBORG HIÐ SANNA Á S T A N D HEJMSINS *' . jrte- ' r., < /t \r ■ gegn hvalveiðum á íslandsmiðum, starfrækslu Kísiliðjunnar við Mývatn eða virkjunaráformum norðan Vatnajökuls, svo fáein dæmi séu nefnd? Stundum hefur manni a.m.k. fundist sem þeir telji sig hafa prókúrurétt á náttúruvernd og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.