Ægir - 01.09.2000, Qupperneq 44
SKIPASTÓLLINN
Helstu mál og stærðir
Aðalmál: Mælinq:
Mesta lengd (Loa) (m) 22,70 Brúttórúmlestir 127,18
Skráð lengd (m) 20,43 Brúttótonnatala 149
Lengd milli lóðlina (m) 22,00 Nettótonn 45
Breidd (mótuð) (m) 6,70
Dýpt að neóra farþega-
þilfari (m). 2,40 Aðrar upplýsinqar:
Dýpt að efra farþega- Djúprista 2,0 m
þilfaari (m). 4,70 Reiknaóur togkraftur
Dýpt að vöruflutninga- við 2x400 hestöfl 8,3 tonn
þilfari (m). 3,70 Áætlaður ganghraði 12 sjómíiur
Skipaskrárnúmer 2378
Rými og stærðir:
Eigin þyngd (tonn) -130
Særými við 2,0m
djúpristu (tonn) -145
Brennsluolíu-
geymar (m3) 26,4
Ferskvatnsgeymar (m3). 11,8
Smurolia og glussi (m3) 2,8
Sjókjölfesta (m3) 15,8
að stærð, um 23 metrar að lengd og tek-
ur 70 farþega í sæti. Sævar er búinn lönd-
unarkrana og getur því flutt bæði gáma
og bíla á vöruþilfari.
Almenn lýsing
Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt regl-
um og undir eftirliti Lloyds Register og
flokkað í klassa 100A1. Skipið er búið
þverskipsböndum með bandabili 0,5 m,
framhallandi stefni, þverum skut, tveim-
ur farþegaþilförum fyrir samtals 70 far-
þega x sætum og aftast er opið vöruþilfar
fyrir allt að 20 tonn af vörum.
Undir neðra farþegaþilfari er skipinu
skipt með fimm vatnsþéttum þverskips-
þilum. Fremst er stafnhylki fyrir sjó, þá
bógskrúfurými, olíugeymir, tveir vatns-
geymar með þurrrýmum út við síður,
stjórnborðs- og bakborðsolíugeymar eru í
vélarúmi og aftast er rými fyrir tvö
skrúfudrif. Manngengt er á tankalofti
undir neðra farþegarými frá bógskrúfu-
rými aftur í vélarúm. Ur neðra farþega-
rými er neyðaruppgangur upp á stefni.
Helstu verktakar
og birgjar sem koma
að smíði Sævars
Stálsmiðjan hf. Crist í Gdansk Skipasmíði
í Póllandi Smiði skrokks
ísloft hf. Blikksmiði
Útrás ehf. Hönnun og ráðgjöf
Vélasalan hf. Cummins aóalvél
Naust Marine Schottel skrúfubúnaður
Atlas hf. Bógskrúfa, Palfinger krani og dælur
Landvélar ehf. Vökvadælur, mótorar og stýring
Vökvakerfi ehf. Vökvadælistöð
Rafhitun sf. Rafskautsketill
R. Sigmundsson hf. Ampledan kallkerfi, tölvuplotter, giróáttaviti og sjálfstýring
Spennubreytar hf. Spennir fyrir landtengingu
Samey ehf. Aðvörunarkerfi
Eltek Brunavarnarkerfi
Icedan Viking bjargbátar
Slippfélagið hf. Hempels skipamálning
Rafboði ehf. Raflagnir og töflur
Brimrún ehf. Furuno radar
Lloyds Register Flokkun og eftirlit
Siglingastofnun Flokkun og eftirlit
Á efra farþegaþilfari er yfirbygging sem
samanstendur af stýrishúsi á reisn og sam-
byggt því er farþegahús og þilfarshús aft-
ast. Á brúarþaki er radar og ljósamastur.
Skipið var allt sandblásið frá kili upp í
masturstopp og málað með Hempels
skipamálningu.
Vistarverur
I Sævari eru tvö farþegarými; neðra- og
efra farþegaþilfar. Farþegi sem kemur um
iandgang um borð kemur inn í skipið á
efra farþegaþilfari. I salnum er aðstaða
fyrir 20 manns í þremur sætabásum og
sófa. Stigagangur er frá salnum upp í
brú. Frá efri sal er stigi niður í neðri sal
og þar eru sæti fyrir 50 manns í sex og
átta sæta básum, stjórnborðs- og bak-
borðsmegin. Milli sæta eru borð. Fremst
í salnum er afgreiðsluborð fyrir léttar
veitingar og þar er jafnframt flóttaleið
upp á efra farþegaþilfar framskips. Aftast
í salnum er útgangur um stiga aftur á
vöruþilfar. I farþegasölum eru þrjár
snyrtingar, tvær í neðri sal og ein í efri
sal.
Aðstaða fyrir áhöfn er í brú ferjunnar.
Ein innréttuð káeta er fyrir áhöfn ásamt
snyrtingu og setkrók. Fyrir áhöfn er kæli-
skápur og örbylgjuofn.
I stýrishúsi stjórnborðsmegin eru
stjórn-, siglinga- og fjarskiptatæki í
tækjaborði. I brúnni eru tveir skipstjórn-
arstólar frá E. Vejvad Hansen; annar í
braut en hin fastur. Á brúarþaki er rat-
sjár- og fjarskiptamastur, 1000 W kast-
ari er á brúarþaki með stjórntækjum í
stýrishúsi.
Vistaverur eru þiljaðar með Famos
veggþiljum og skipið er einangrað með
steinull. Upphitun skipsins er miðstöðv-
arhitun sem notar kælivatn frá aðalvélum
eða hita frá rafskautskatli frá Rafhitun.
Farþegasalir og brú eru loftræst með loft-
blásurum og er loftið hitað frá miðstövar-
kerfi skipsins. Fyrir útsog frá snyrtingum
er Klimor blásari, 600 m3 í þilfarshúsi.
Loftræsting fyrir sali, framskip og brú er
Klimor blásari 3000 m' í klefa stjórn-
borðsmegin fyrir framan neðri sal.
Vöruþilfar
Á afturskipi er vöruþilfarið sem nær yfir
breidd skipsins og er um 6 metrar að
lengd.
Aftast á vöruþilfarinu er vökvaknúinn
3 metra breiður skuthleri sem hægt er að
leggja niður við lestun og losun.
Lestunar- og losunarkraninn er frá Pal-
finger af gerðinni PK 1808 MA, 160
kNm. Vinnusvið kranans er 1,5 til 8
metrar og 360°. Kraninn er búinn 2
tonna vírspili. Honum var komið fyrir
stjórnborðsmegin á þaki þilfarshúss.
Vökvadælistöð kranans er frá Vökvakerfi
ehf., 30 1/min, 280 bör og 18 kW. Bak-
borðsmegin aftast á vöruþilfari er skor-
steinshús. I húsinu eru loftblásari fyrir
vélarúm af gerð ALWO, 9000 m3/klst.
ásamt hljókútum véla.
250W flóðljós fyrir vöruþilfar er á
skorsteinshúsi.
44