Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.2000, Side 21

Ægir - 01.12.2000, Side 21
HJÁTRÚ Sjómenn og hjátrúin Hjátrú hefur lengi fylgt manninum og ekki hvað síst hefur blessuð hjátrúin fylgt okkur íslendingum. Það má vel sjá í þjóðsögunum og margar sagnir eru til um slík fyrirbæri sem tengjast atvinnuháttum. Svo er reyndar enn og liggur beinast við að benda á að mörgum er illa við að hefja verk- efni á mánudegi. Sjómenn, sjómennska og hjátrú fylgjast að í mörgum sögnum og var sjómannahjátrúin umfjöllun- arefni Símonar Jóns Jóhannssonar, þjóðfræðings, í erindi sem hann flutti fyrir skömmu á Sjóminjasafninu í Hafnar- firði. Ægir fékk að glugga í samantekt Símonar og þar er sannarlega margt forvitnilegt og kúnstugt að finna. „Þegar fjalla skal um hjátrú," seg- ir Sfmon Jón, „tel ég nauðsynlegt að byrja á því að gera tilraun til að skilgreina fyrirbærið, eða öllu heldur að freista þess að nálgast slíka skilgreiningu. Og eins og um mörg viðlíka fyrirbæri eru skilgreiningar óljósar og menn ekki endilega á eitt sáttir í þeim efnum. Eg hef yfirleitt kosið í mínu grúski og skrifúm að nota orðið þjóðtrú sem heildarheiti. Hún er þá trú manna á tilveru ýmissa vætta og dularfullra fyrir- bæra sem brjóta í bága við ríkj- andi trúarbrögð, svo stuðst sé við orðalag orðabóka. Hugtakið hjá- trú er þá aftur á móti fremur not- að í þrengri merkingu sem hluti af eða þáttur innan þjóðtrúar. I hjátrú felast m.a. fyrirboðar, góðsvitar og illsvitar og þær at- hafnir sem menn hafa í frammi til þess að reyna að hafa áhrif á gang mála í daglegu lífi, koma í veg fyrir ólán eða auka gæfu og gengi, sjá fyrir óorðna atburðarás og tíma o.s. frv. Hinn hjátrúarfulli gerir ráð fyr- ir að í tilverunni úi og grúi af hættulegum öflum sem sífellt beri að varast og vinna gegn en þar séu einnig til staðar góð öfl sem nýta megi sér til hjálpar og framdráttar með ákveðnum hætti.“ íslensk eða erlend hjátrú Símon telur að þegar fjallað er um hjátrú geti verið afar erfitt að greina á milli þess sem kalla mætti íslenska hjátrú og erlenda. Margskonar áður óþekktar hjátrú- arhugmyndir hafi borist hingað í seinni tíð og margt af því sem menn almennt telja gamalgróna íslenska hjátrú eigi sér hliðstæður í þjóðtrú annarra þjóða. Oft á tíð- um getur reynst flókið og raunar ógjörningur að rekja slíkar trúar- hugmyndir til uppruna síns eða finna út af hvaða rótum þær eru sprottnar. „Hjátrú er í eðli sínu íhaldssöm og leitast við að halda fastmótaðri röð og reglu á tilverunni. Allt sem brýtur í bága við það sem er vana- legt eða „eðlilegt" kann ekki góðri lukku að stýra. Meðan allt er í föstum skorðum gengur vel en fari eitthvað út af sporinu er voðinn vís. Þess vegna er öll „færsla" ef svo má segja af einni braut á aðra eða frá einu „svæði“ til annars hættuleg út frá sjónar- miðum hjátrúarinnar." Hjátrúin enn til staðar „Sjómenn hafa ætíð gert sér grein fyrir því hversu háðir þeir eru duttlungum náttúrunnar og borið virðingu fyrir þeim öflum sem henni stjórna. Þetta kemur fram í viðhorfum þeirra og guðsótta en ýtir jafnframt undir margs konar hjátrú," segir Símon Jón. „Það er skoðun margra að sjó- menn séu upp til hópa trúaðir þótt ekki láti þeir mikið á því bera enda telja ýmsir þá með kjaftforari og hrjúfari stéttum." Símon segir að þrátt fyrir að gamla sjómannahjátrúin sé á und- anhaldi og yngri sjómenn geri að henni grín þá lifi nú samt sem áður ennþá ýmiss konar hjátrú sem tengist sjómennsku og enn sé víða haldið í gamlar venjur við störf um borð í skipum. „Þetta hef ég orðið var við af samtölum mín- um við sjómenn en hjátrú til sjós og meðal sjómanna nú til dags hefúr reyndar ekki, eftir því sem ég best veit, verið rannsökuð á fræðlegan hátt nema að tillölulega litlu marki. Slíkt gæti verið eink- ar athyglisvert og í rauninni þarft verk menningarlega séð. Rauðhærðar konur varasamar! Þá er komið að ýmsum atriðum sem tengjast beint sjómönnum og hjátrúnni. I fyrstu skulum við huga að þvf sem vert er að gæta við upphaf sjóferðar. „Þegar haldið er til skips er tal- inn slæmur fyrirboði að mæta konu á leiðinni og hið sama á við um svarta ketti og líkbíla. Alverst er þó að mæta rauðhærðum kon- um en það getur þó verið bót í máli sé konan vændiskona því sumir hjátrúarfullir telja það boða gott að mæta vændiskonu á götu, sérstaklega snemma á morgnana og að þeim komi þá til með að ganga sértaklega vel þann daginn. Vændiskonur eru aftur á móti illa liðnar um borð í skipum eins og reyndar allar aðrar konur og geta m.a. hrundið af stað stormi. Símon Jón Jóhanns- son, þjóðfræðingur. „Sjómenn hafa ætíð gert sér grein fyrir því hversu háðir þeir eru duttlungum náttúr- unnar og borið virð- ingu fyrir þeim öflum sem henni stjórna." „Þegar haldió er til skips er talinn sLæm- ur fyrirboói aó mæta konu á leióinni og hió sama á vió um svarta ketti og lík- bíLa. ALverst er þó að mæta rauóhæróum konum..."

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.