Ægir - 01.12.2000, Síða 22
HJATRU
„Þá er best að
hrækja þrisvar á eft-
ir bát sem er að
leggja af stað í
veiðiferð."
Detti sjómaður á hnakkann á
leiðinni um borð má búast við
hvassviðri.
Sé formaðurinn fullur nóttina
fyrir róður er segin saga að vel
fiskast.
Þegar báti er hrundið á flot og
snúið, verður að gera það réttsæl-
is, annars verða snögg veðrabrigði
eða önnur óhöpp henda.
Titri bátur þegar hann er settur
á flot er það ills viti og farsælast
að hætta við róðurinn. Þegar bát-
ur er hins vegar settur upp má
ekki skorða hann með aflanum í,
því þá mun hann seinna verða of-
hlaðinn.
Ólánsmerki er að rétta eitthvað
eða henda yfir skip, þá munu öld-
ur fara yfir skipið síðar meir.
Aldrei á heldur að kveðjast yfir
skipi, því þá dynja óhöppin yfir.
Einkennilegir brestir eða hljóð í
skipum eru feigðarboðar og blóð-
litað kjölfar bendir til hins sama.“
Kyngikraftur hrákans
Hrákann gerir Símon Jón að sér-
stöku umfjöllunarefni og segir
m.a.:
„Heillaráð er að hrækja á eftir
þeim sem eru að leggja af stað í
ferðalag eða að takast á hendur
eitthvað sem menn vona að gangi
vel. Þetta á m.a. við um þá sem
eru að fara til sjós. Það kann ekki
góðri lukku að stýra að óska
mönnum góðrar veiði en hrákinn
dugar aftur á móti vel.
Þá er best að hrækja þrisvar á
eftir bát sem er að leggja af stað í
veiðiferð.
Hrákinn er í rauninni hluti af
þeim sem lætur hann frá sér.
Hann kemur innan frá og þegar
menn hrækja eru þeir að láta frá
sér hluta af sjálfum sér. Líkami
mannsins og allt sem honum til-
heyrir hefur um aldaraðir notið
ákveðinnar virðingar og á flestum
menningarsvæðum þekkist ein-
hvers konar trú á eiginleikum
þess sem menn láta frá sér fara.
Algengt er að hrákinn hafi verið
talinn gæddur krafti frá sál
mannsins og þess vegna væri hann
sérstaklega áhrifamikil fjandafæla
og brúklegur til galdraiðkana."
Draugarnir góðir gestir!
En þá er komið að ýmsum fýrir-
boðum um borð:
„Eins og ég nefndi hér áðan er
það gamalgróin hjátrú að ógæfa
fylgi kvenmönnum um borð í
skipi og margir hafa sams konar
ótrú á hundum. Aftur á móti hef-
ur verið talið gott að láta konur
handleika öngla og veiðarfæri, þá
fiskast vel, og kvensamir menn
eru taldir fisknari en aðrir.
Margir sjómenn trúa því að sé
reimt um borð í skipum viti það á
gott en hverfi draugurinn frá
borði muni skipið farast. Það er
eins með draugana og rotturnar
eða mýsnar að þeir finna á sér að
skip muni farast og koma sér í
land.
Lítil blessun fylgir því að
syngja eða kveða við störf um
borð í skipi, þá dragast að illhveli,
segja menn. Ekki má heldur
blístra því þá skellur á stormur og
margur óreyndur sjómaðurinn
hefur fengið á baukinn hafi hon-
um orðið á að blístra til sjós. Þó
var það til að menn reyndu að örva
leiði á tímum seglskipa með þeim
einfalda galdri að blístra, væri
ekki nægur byr fyrir hendi. Þetta
átti skipstjórinn eða stýrimaður-
inn að gera. Fyrst áttu menn að
stinga bendifingri upp í sig, beina
honum síðan á þá átt sem þeir
vildu að vindurinn blési og blístra
svo lítið eitt. Var þá segin saga að
það fór að blása."
Hnerrinn veit á gott
Nokkur atriði telur Símon að
ástæða sé til að huga að varðandi
veiðarnar sjálfar. Lítum á dæmi:
„Margir þekkja það ráð að
hrækja upp í lítinn fisk sem
veiðist, henda honum fyrir borð
og biðja hann að senda annan
stærri í staðinn. Einnig er talið
ráðlegt að geyma lítinn fisk ein-
hvers staðar í bátnum því hann
kalli þá á fleiri fiska.
Fiskist lítið í fyrsta róðri er það
góðs viti, þá fiskast vel það sem
eftir er á vertíðinni en það er
slæmur fýrirboði fiskist óvenju
vel og óhemju mikill afli var tal-
inn feigðarboði - í það minnsta
ólánsboði.
Að hnerra ofan í veiðarfæri, s.s.
net eða bjóð þegar verið er að
beita, veit á góðan afla.
Lykkja sem hleypur á færi er
kölluð fiskilykkja og er talin mik-
ið happamerki. Enda er haft á orði
að það hlaupi á snærið hjá þeim
sem heppnir eru.
Sá sem dregur rauðmaga á færi
er feigur, einnig sá sem fær skötu-
sel á færi.
Sé fiskur afhausaður á sjó og
hausunum fleygt í sjóinn hvessir
úr þeirri átt sem höfðunum er
fleygt í.
Engu nýtilegu sem veiðist má
fleygja fýrir borð, því þá gefa
menn fjandanum í soðið.
Taki litlir aflamenn upp á því
að fiska vel eru þeir feigir.
Veiðist selir í net eða syndi
þvert á leið skipsins er það
óheillamerki. Það er svo af selnum
að segja að það er góðs viti syndi
hann með skipi í upphafi sjóferð-
ar en talið slæmt syndi hann á
móti skipinu og teygi selurinn
höfuðið hátt upp úr sjó er von á
roki.“