Ægir - 01.12.2000, Qupperneq 25
ERLENTl
Veiðigiald
í Perú
Sett hefur verið veiðigjald á skip í
Perú sem veiða ansjósur, sardínur og
makríl í bræðslu. Gjaldið er óháð afla
en miðast við burðargetu skipa, fiski-
tegund sem gert er út á og hvort skip-
ið er með frystilest. Sem dæmi má
nefna að skip með 300 rúmmetra
frystilest greiðir um 2,4 ISK á ári en
án frystilestar er gjaldið um 2 millj-
ónir ÍSK. Gjalddagar eru fjórir og frá
því sem greitt er á síðasta gjalddaga
má draga kostnað vegna búnaðar til
eftirlits frá gervitungli, rúmar 12 þús-
und ISK á mánuði. Sé gjaldið ekki
greitt missir skip veiðiréttinn. Út-
gerðarmenn sem greiða með reiðufé fá
20% afslátt.
Ráðuneyti fiskveiða í Perú segir að
gjaldið verði notað til eftirlits, rann-
sókna og þróunarverkefna í fiskveið-
um.
Aður hafði verið innheimt veiði-
gjald fyrir risasmokkfisk, túnfisk og
Kyrrahafsþorsk.
Veiðitakmörkun
á Rockall
svæðinu
Bretar hafa farið þess á leit við Evrópu-
sambandið að það hlutist til um að
fylgst verði með ýsuveiðum á Rockall
svæðinu, sem hingað til hafa verið eft-
irlitslausar. Málið kann að verða falið
Noróaustur-Atlantshafs fiskveiðinefnd-
inni. Löndin sem hér um ræðir og hafa
mest veitt á svæðinu eru ísland og
Rússland.
Salmonella í
trillubát
Ástæða er til aó vera vel á verói gagn-
vart salmoneLlusýklum víðar en i
kjúkLingakjöti. Þannig eru dæmi um i
Noregi að fundist hafi saLmonelLa í is-
sýni sem tekið var úr triLLu frá Heroy í
Noregi. MatvæLaeftirLitið þar bjóst
reyndar við þvi eftir að sýklar fundust í
drykkjarvatni.
Drepa ristar í trolli
smáfisk?
Með því að setja ristar í þorsk- og rækju-
troll er hægt að veiða á svæðum sem ann-
ars hefðu verið lokuð vegna smáfisks.
Rannsóknir hafa sýnt að smáþorski stafar
lítil hætta af að mæta ristunum einu
sinni og um 95% af smáýsu lifir það af en
ekki hefur verið rannsakað hvernig smá-
fiskinum reiðir af eftir að hafa farið marg-
sinnis gegnum ristar.
Veiðar með ristum í trolli eru algengar
í Barentshafi. Sumir óttast að þær kunni
að valda meiri spjöllum en álitið er. Ætla
má að fiskurinn verði ringlaður eftir að
hafa lent í rist einu sinni og enn ringlaðri
eftir því sem hann lendir oftar í rist með
stuttu millibili, sem hlýtur að gerast þar
sem mörg skip veiða með ristum í trolli á
litlu svæði. Þá fara líkurnar að aukast á
því að hann hafi ekki orku til að bjarga
sér heldur lendi þversum á ristinni, verði
innlyksa og drepist. Slíkt hlýtur að leiða
til minnkandi meðalstærðar stofnsins á
svæðinu. Sumir telja að það sé einmitt
þetta sem hefur verið að gerast í Barents-
hafinu þar sem hlutfall smáþorsks hefur
aukist verulega og heila árganga vantar
með öllu.
Vitað er að síld drepst eftir að hafa lent
í rist tvisvar sinnum. Mikilvægt er að
rannsaka afdrif þorsks og ýsu eftir endur-
tekin kynni af ristunum.
Óskum viðskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum gleðilegra jóla
ocj farsceldar á nýju ári.
Sæplast hf. • Pósthólf 50 • 620 Dalvík • Sími: 460 5000 • Fax: 460 5001
Netfang: saeplast@saeplast.is • www.saeplast.is