Ægir - 01.12.2000, Page 30
ÆGISVIÐTALIÐ
Fisketdi Eyjafjarðar hf. á
50 prósent í eldisstöð
Scotia Halibut i Nova
Scotia í Kanada.
Um 100 milljónir í tekjur á þessu ári
Eins og áður segir hefur rekstur Fiskeldis Eyjafjarðar
í þau þrettán ár sem það hefur starfað verið ævintýri
líkust. Lengst af hefur fyrirtækið verið rekið á þolin-
móðu fjármagni hluthafa, sem alltaf hafa haft bjarg-
fasta trú á því að dæmið myndi ganga upp „Velta
Fiskeldis Eyjafjarðar hefur verið að aukast ár frá ári og
Ef við fáum mörg þúsund tonna
laxeldisstöð i Eyjafjörö, þá aukast mjög
líkur á sjúkdómum sem eru vel þekktir i
nágrannalöndunum.
tekjurnar í ár verða um hundrað milljónir króna. En
engu að síður þurfúm við aukið fjármagn inn í fyrir-
tækið vegna þeirrar miklu uppbyggingar sem
framundan er og þá er ég bæði að vísa til áætlana um
verulega aukna seiðaframleiðslu á Hjalteyri og stækk-
un eldisstöðvarinnar í Þorlákshöfn. Eg verð ekki var
við annað en að hluthafar í Fiskeldi Eyjafjarðar séu
bjartsýnir á framhaldið, en jafnframt gera menn sér
fyllilega grein fyrir því að framundan er mikið upp-
byggingarstarf. Núna er það fýrst og fremst okkar að
ákveða hvað við ætlum að framleiða mikið af seiðum
og matfiski og hvar við ætlum að gera það. Fram að
þessu höfum við fyrst og fremst verið að sanna það
fyrir okkur sjálfúm og öðrum að við getum búið til
lúðuseiði og við erum komnir yfir þann þröskuld.
Núna liggur fyrir að byggja á þeim grunni og hraði
þeirrar uppbyggingar markast að töluverðu leyti af
því hversu miklu fjármagni við höfum úr að spila,“
segir Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Fiskeld-
is Eyjafjarðar hf.
Til staðar þar sem þú þarft á þjónustu að halda
Útgerðarþjónusta Olís er útgerðaraðilum alltaf til reiðu með alhliða þjónustu
um land allt, allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Eldsneyti, smurolíur og hreinsiefni af öllum toga fyrir útgerðina.
Útgerðarþjónusta Olís er einnig til staðar í erlendum höfnum og á úthafsmiðum
með fjölbreytta og áreiðanlega þjónustu.
30
Olíuverzlun íslands - Sundagörðum 2 • 105 Reykjavík • Sími 515 1100 • Fax 515 1110 • www.olis.is