Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.2000, Qupperneq 35

Ægir - 01.12.2000, Qupperneq 35
HVERNIG VAR kasts má fullvíst telja að stjórnskipuð nefnd sem ætl- að er að skoða alla þætti málsins geti skilað þörfu verki bæði með tilliti til skilgreiningar vandans og viðbragða við honurn." „Eg tel enga ástæðu til annars en að ætla að horfur í sjávarútvegi séu vel viðunandi á næsta ári. Vel hef- ur árað í hafmu við landið sl. tvö til þrjú ár sem hef- ur meðal annars gefið af sér þrjá til fjóra þorskárganga sem vonandi ná meðalstærð, en undangenginn áratug eða svo höfðu árgangar þorsks verið fremur slakir. Hófleg bjartsýni um aukna þorskveiði er því eðlileg, þó nokkru minna sé nú af stærri fiskinum en áður var talið. Hafa ber samt í huga að afrakstur uppvaxandi árganga þorsks er mjög háður því að skynsamlegar leiðar til verndar ungfiskinum séu farnar." Stærsta skip flotans Eigendur Samherja hf., margir af forsvarsmönnum i sjávarútvegi, Ak- ureyringar og nærsveitamenn voru mættir á bryggjuna á Akureyri í byij- un september til að fagna komu fjölveióiskipsins Vilhelms Þorsteins- sonar EA. Koma skipsins markar tímamót - enda á ferðinni stærsta og öflugasta fiskiskip fiotans og eitt fjölhæfasta fiskiskip norðurhafanna. Fyrstu veióiferóir Vilhelms hafa gengið mjög vel. Svikull er sjávarafli - segir Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður „Við fyrstu sýn virðist árið hafa verið sæmilega gott í sjávarútveginum, afurðaverð erlendis tiltölulega hátt og markaðir opnir. Að vísu eru erf- iðleikar í mjöl- og lýsisvinnslu og rækjuiðnaðurinn á nokkuð á brattann að sækja. Á heildina litið var þetta engu að síður nokkuð gott ár þótt slakara væri en í fyrra, en sæmilegur stöðugleiki er ríkjandi. Gjaldþrot og uppnám sem áður einkenndu greinina virðast vera löngu liðin tíð. Sjá má merki þess að fisk- vinnslan sé að ná vopnum sínum á nýjan Ieik,“ segir Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknar- flokks og varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþing- Engu að síður er mikið að gerast þegar að er gáð, segir Kristinn og bendir á að stjórnvöld hafi valið að verja efnahagslegan stöðugleika með háu gengi og háum vöxtum, sem hvort tveggja dragi úr afkomu fyrirtækja í greininni, enda verði afkoman slök í ár. Skuldir f greininni sl. fimm ár hafi aukast hröðum skrefum og sú þróun hafi haldið áfram í ár. Gengi fýrirtækja á verðbréfamarkaði hafi sömuleiðis lækkað og það sé greinilega ekki eftirsóknarvert að fjárfesta í greininni. „Hagræðingin hefur haldið áfram þetta árið sem fyrr með samruna og sameiningu fyrirtækja. Togaraútgerðin eykur við sig og að kvóti hennar safn- ast saman á færri staði en áður, einkum við Faxaflóa og Eyjafjörð. Athyglisvert er hvað kvóti í Reykjavík hefur aukist. Á árinu varð hrun í útgerð frá Isafirði, nokkuð sem fáir trúðu að gæti gerst. Og nú velta Dalvíkingar og Eyjamenn, svo dæmi séu tekin, fyrir sér hvort þeirra bíði sömu örlög. Sporin hræða.“ Kristinn segir að olíuverðshækkun hafi gerbreytt rekstrarforsendum útgerðar og m.a. gert rækjuveiðar á Flæmska hattinum óarðbærar, s.s. sjá megi í gjald- þroti NASCO. Þá hafi komið afturkippur í manna á því að hægt væri að byggja upp fiskistofn- ana jafnt og þétt, þegar veiðiheimildir í þorski voru verulega skertar. Undanfarin ár hafi algerlega verið farið eftir tillögum Hafró en engu að síður hafi stofn- inn nú mælst um 20% minni en í fyrra. Kveðst Kristinn sannfærður um að fjárfestingar í sjávarút- vegsfyritækjum síðustu árin hafi byggst að verulegu leyti á trú á að uppbygging fiskistofnana væri örugg undir styrkri stjórn vísindamannanna og fjár- festingin væri því næsta áhættulaus. „En svikull er sjávarafli sem fyrr,“ segir Kristinn. Hann segir árið 2000 ár hinnar stóru sölu í íslenskum sjávarútvegi. „Einstakling- ur seldi hlutabréf í út- gerðarfyrirtæki fyrir liðlega þrjá millj- arða króna. Þessi sala dró Kristinn H. Gunnarsson

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.