Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.2000, Side 42

Ægir - 01.12.2000, Side 42
FJÁRMÁL Meiri hagræðing í sjáv- arútvegi nauðsynleg Samantektin hér að framan skýrir upp að vissu marki hvers vegna markaðsvirði sjávarútvegsfyrir- tækja hefur farið lækkandi á und- anförnum mánuðum og misser- um, en einnig skiptir máli að að- stæður fyrirtækjanna hafa al- mennt séð versnað á þessu ári. Verðmyndun á hlutabréfamarkaði mótast mjög af væntingum á hverjum tíma. Segja má að verð- þróun á sjávarútvegsfyrirtækjum sýni að væntingar fjárfesta um aukna hagræðingu í sjávarútvegi hafa ekki gengið eftir og að þró- unin hefur verið mun hægari en vænst var. I grein um sjávarútveginn verð- ur ekki undan þvf vikist að fjalla um nokkra veigamikla óvissu- þætti í kringum greinina en langvarandi óvissa er slæm fyrir gengi félaga á hlutabréfamarkaði. Hér skal ekki rætt um óvissu um verð á aðföngum eins og olíu eða verðsveiflur á sjávarafurðum. En undirrituðum er það til efs að jafn mikil stjórnmálaleg óvissa sé í kringum neina eina grein eins og sjávarútveginn. Þess vegna er brýnt að stjórnkerfi fiskveiða verði komið í þá stöðu að friður geti ríkt um það. Afnema þarf þak á hámarkskvótaeign hverrar út- gerðar, þótt þessar skorður tak- marki kannski ekki hagræðingu nema að litlu leyti ennþá. Engu að síður er mikilvægt að greininni sé gert kleyft að þróast án slíkra tak- markana. Þá verður að teljast eðli- legt að sjávarútvegur búi við sömu skilyrði og flestar aðrar greinar hvað varðar leyfi erlendra aðila til að fjárfesta í greininni. Að lokum skal hér nefnt að óvissa á vinnumarkaði hefur ekki jákvæð áhrif á virði sjávarútvegsfyrir- tækja, tíð verkföll eru slæm og nauðsynlegt að launakerfin nái betur fram sameiginlegum hags- munum hluthafa og starfsmanna. Undirritaður er þeirrar skoðun- ar að tækifæri til hagræðingar séu ennþá til staðar í sjávarútvegi. Síðustu ár einkenndust af mikilli uppbyggingu og fjárfestingu, ásamt stækkandi fyrirtækjaein- ingum. A næstunni munu fjár- festingar ekki skipa jafn stóran sess og síðustu ár, heldur verður mikilvægara að ná fram aukinni hagræðingu með því að minnka fjárbindingu í rekstri. Frekari sameiningar sjávarútvegsfyrir- tækja geta flýtt þessari þróun, auk þess sem ávinningur þeirra sam- eininga sem fyrir liggja núna er ekki að öllu leyti kominn fram. Það er nauðsynlegt að auka arð- semi í sjávarútvegi til að mæta þeirra óvissu sem er í kringum greinina og til þess þarf að ná fram aukinni hagræðingu. Skipamiðlun Þuríðar Halldórsdóttur hdl. Lögiltur skipasali Hverfisgötu 105,101 Reykjavík, s. 5517280 - 8933985, fax 5517271 thuridurkh@islandia.is - vefs: www.hreidrid.is 42 Onnumst sölu á öllum gerðum skipa og báta

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.