Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Side 4

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Side 4
4 felt frá umræðu og í þess slað tekið upp lagaskólafrumvarp. Enn var málinu hreyft á Alþingi 1891, enn var felt frá 2. umræðu í efri deild, og á Alþingi 1893 var samþykt háskóla- frumvarp, enn því var sem fyr synjað staðfestingar. 011 þessi frumvörp, sem borin vóru upp á árunum 1881 — 1893, fóru í rauninni ekki fram á annað enn að sameina þá em- bættismannaskóla, sem til vóru fyrir, prestaskólann og lækna- skólann, og bæta við lagakenslu. í þinglok 1893 vóru hafm samskot til að koma á fót »Háskólasjóði íslandscc, og safnaðisl nokkuð fje bæði innan lands og utan. Nú lá málið í þagnargildi um brið, þangað til því var hreyft á Alþingi 1907. Þá var samþykt þingsályktunartillaga í neðri deild þess efnis, að skora á landsstjórnina að endur- skoða lögin um lagaskóla, læknaskóla og prestaskóla og semja frumvarp um stofnun háskóla, er verði lagt fyrir Al- þingi 1909. 2. Lög sett um stofnun háskóla og laun háskóla- kennara. Fje veitt til háskólans. Háskóla- kennarar settir. Rektor og deilda- forsetar kosnir. Samkvæmt þingsályktun neðri deildar Alþingis 1907 bjó þáverandi ráðberra, Hannes Hafstein, málið undir næsta þing á þann bátt, að bann fal forstöðumönnum binna æðri mentastofnana — Jóni Helgasyni, forstöðumanni prestaskól- ans, Lárusi H. Bjarnason, forstöðumanni lagaskólans, og Guð- mundi Björnssyni, forstöðumanni læknaskólans — að semja frumvarp til laga um stofnun báskóla. Sniðu þeir frumvarp sitt að miklu leyti eftir hinum in'ju báskólalögum Norð- manna og Ijetu því fylgja frumvarp um laun báskólakenn- ara. Þessi frumvörp lagði stjórnin síðan fyrir Alþingi 1909, bið síðarnefnda alveg óbreytt, enn bið fyrnefnda með örlitl- um breytingum. Frumvörp þessi vóru síðan samþykt af þinginu óbreytt í öllum meginalriðum, afgreidd frá þinginu

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.