Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Page 9

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Page 9
9 Alþingis íslendinga, sem liefur samþykt lögin og veitt það fje, sem til þurfti, og loks þeirra þriggja ráðherra, sem að þessu máli hafa unnið, einn með því að leggja fyrir Alþingi frum- varp til háskólalaganna, annar með því að úlvega staðfesling konungs til þessara laga og undirskrifa þau með konungi, og hinn þriðji með því að útvega staðfesting Uonungs til fjár- veitingarinnar og koma háskólalögunum til framkvæmda. Áður enn jeg held lengra áfram í ræðu minni, finn jeg mig Unúðan til að biðja um umburðarlyndi yðar, beiðruðu áheyrendur. Jeg finn sjálfur best til veikleika míns og bve mikið vantar á, að jeg geti til nokkurrar hlítar staðið í þeim sporum, sem jeg nú stend í, þegar jeg á svo að segja að marka hið fyrsla spor þessarar stofnunar. Til þess að geta snorlið liina rjettu strengi í brjóstum yðar, þyrfti jeg að bafa mælsku Demosþenesar og speki Platós. Enn í slað þess verð- ur ræða mín harla einföld og óbrotin. Við þetta tækifæri finst mjer liggja nærri, að vjer reynum fyrst að gera oss grein fyrir því frá almennu sjónarmiði, hvað háskóli eiginlega er eða á að vera, hvert sje markmið háskóla og starf, og liverja þýðing slíkar stofnanir hafa fyrir þjóðfjelög- in og alþjóð hins menlaða heims, og því næst að vjer snúum oss að þessum hvítvoðungi vorum, sem nú er í reifunum, og hugleiðum, hvað Háskóli íslands er nú, og hvað hann á að verða í framtíðinni. Jeg skal taka það íram, að jeg hef orðið liáskóli í þeirri merkingu, sem það hefur í háskólalögunum. Orðið þýðir þar beinlínis sama sem lat. orðið uniuersitas, sem allar mentaðar þjóðir hafa tekið upp til að tákna liinar æðstu mentastofn- anir sínar. Háskólahugmyndin er gömul í mannkynssögunni. Aka- demía Platós og fleiri grískir heimspekingaskólar vóru í raun- inni nokkurs konar háskólar, og fleiri slíkir skólar komu upp í rómverska ríkinu á keisaratímunum. Enn nafnið universitas keinur ekki upp fyr enn á miðöldunum og þýðir í upphali samfjelag mentamanna (universitas magislrorum et scholarium). Háskólarnir vóru þá nokkuð einhæfir. Elsti háskóli i Norð- urálfu, skólinn í Salerno á Ítalíu, var upphaflega varla annað enn læknaskóli. Háskólinn í Bologna, næstelsti báskóli á Ítalíu, var aðallega lagaskóli. Og við háskólann í París sal guðfræðin og hin skólastiska heimspeki i öndvegi. Þelta var og eðlilegt á miðöldunum, því að þá var vísindalífið einfalt og óbrotið og vísindagreinar þær, sem menn stunduðu, fáar að

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.