Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Síða 11

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Síða 11
11 kosti ekki að vera strangvísindalegt, heldur lagar það sig eflir þörfum nemendanna. Góðir háskólar eru gróðrarstöðvar mentalífs hjá hverri þjóð sem er, sannkallaðar uppeldisstofnanir þjóðarinnar i hesta skilningi. Út frá góðutn háskólum ganga hollir andlegir straum- ar til hinna ungu mentamanna og frá þeim út í allar æðar þjóðarlíkamans. Þessir straumar hafa vekjandi áhrif á þjóð- ernistilflnninguna, enn halda henni þó í rjettum skorðum, svo að hún verður ekki að þjóðdramhi eða þjóðernisrembingi. Sann- mentaður maður elskar þjóðerni sitt og tungu, enn liann mikl- ast ekki af þjóðerni sínu, fyrirlítur ekki aðrar þjóðir nje þykisl upp yflr þær liafinn. Slíkt er heimskra aðal. Yfir liöfuð að tala verður það andlega gagn, sem góðir háskólar vinna þjóð sinni, seint tölum talið eða niælt í ílátum. Enn auk þess víkkar hver sæmilegur háskóli sjóndeildar- hring þjóðar sinnar út yfir landamæri hennar til als hins ment- aða heiins. Hver háskóli fyrir sig má heita borgari í hinni miklu respublica scientiarum. Milli háskóla heimsins er náið samband, eins og eðlilegt er, þar sem þeir vinna allir að hinu sama marki í flestum greinum. Eftirleitin eftir hinum huklu sannindum vísindanna er þeim öllum sameiginleg. Því eru háskólarnir kosmopolitiskar slofnanir, um leið og þeir eru þjóð- legar stofnanir, og hefur reynslan sýnt, að þetta tvent fer ekki í bága hvort við annað. Þetta band milli háskóla heimsins verður æ sterlcara og sterkara. Háskólarnir í Norðurálfu og háskólarnir í Vesturheimi skiftast nú á að senda hvorir lil annara kennendur sína til að halda fyrirlestra. Hitt hefur verið altítt um Iangan tíma, jafnvel síðan á miðöldum, að nemendur fara frá einum háskóla til annars til að fullkomna sig í námi sínu. Nýtt dæmi þeirrar samúðar, sem háskólar bera hvor til annars, er símskeyti, sem jeg hef rjett í þessu fengið frá Kristi- aníu Háskóla, og skal jeg leyfa mjer að lesa það upp. Þetta skeyti frá háskóla frændþjóðar vorrar er sannkallað gleðiefni fyrir alla þá, sem að háskóla vorum standa. »Noregs Háskóli sendir Háskóla íslands (wSosteruni- versitetet«) í Reykjavík sína bestu kveðju á vígsludeg- inum og býður því að senda fulltrúa til 100 ára minn- ingar vorrar 5. og 6. September«. Þelta samband milli háskóla lieimsins er eitt af þeim táknum tímanna, sem benda í þá átt, að þess sje ef til vill ekki langt að bíða, að upp muni renna nýr »Fróðafriður« og að róslur

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.