Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Síða 14

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Síða 14
14 Að íslenska þjóðin væntir sjer góðs af háskólanum, það hefur Alþingi íslendinga sýnt með því að ákveða, að stofnun lians skuli fara fram á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar. Jeg vil biðja menn að minnast lians með því að standa upp. Nafn þessa óskasonar íslands, sem um leið var ágætur vísindamað- ur, er þannig frá upphaíi markað á skjöld háskólans. Ef hann mætli líta upp úr gröf sinni og sjá alt, sem gert er þennan dag til að lieiðra minningu hans, hvar sem nokkrir íslending- ar eru saman komnir, þá er jeg sannfærður um, að hann mundi ekki síst gleðjasl af þeirri athöfn, sem lijer fer fram. Vjer vonum, að háskólinn, þegar hann tekur til starfa, muni ekki bregðast þeim vonum, sem þing og þjóð gerir sjer um hann. Framtíð háskólans er undir því komin, að honum takist æ betur og betur að ávinna sjer traust og hylli þjóðarinnar, því að það er hún, sem ber hann uppi af almanna fje, og til íull- trúa liennar verður að leita um fjárveitingar til allra nauðsyn- legra umbóta. í annan stað er framtíð háskólans komin undir kenslu- kröftum hans og námskröftum. Pað er svo um hverja kenslu- stofnun, að hún getur ekki þrifist, nema hún eigi góða og sam- viskusama kennara og námfúsa og ástundunarsama lærisveina. Jeg veit, að þjer, háttvirtu samkennarar mínir, og einnig þjer, kæru námsmenn þessarar stofnunar, eruð gagnteknir af alvöru þessa augnabliks og heitið því hver í sínu hjarta að reynast háskólanum vel og leggja fram alla jTðar krafta við kensluua og námið. Ef vjer allir, sem að slofnuninni stöndum, annars vegar þing og þjóð, hins vegar kennarar og námsmenn, tökum sam- an liöndum og reynum af fremsta megni að hlynna að þess- um nýgræðingi, sem nú er gróðursettur, þá eru vonir um, að hann muni með guðs hjálp, þegar fram líða stundir, verða að stóru trje, er veiti skjól íslenskri menningu og sjálfstæðri vís- inda rannsókn hjer á norðurhjara heimsins. Algóði himneski faðir! Vjer biðjum þig að halda þinni almáttugu verndarhendi yfir konungi vorum og fósturjörðu, yíir þjóð vorri og þingi og yfir stjórn þessa lands, yfir sam- þegnum vorum í Danmörku og öðrum frændþjóðum vorum á Norðurlöndum. Sannleikans guð, þú sem ávöxtinn gefur af allri einlægri sannleiks þrá, af allri einlægri sannleiks Ieit, vjer biðjum þig að leggja blessun þína yfir hinn unga Háskóla ís- lands og yfir alt starf kennenda hans og nemenda. Floreat Universitas Islandiæ.

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.