Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Qupperneq 16
16
lögmál bindur jörð við sól.
Dróttir heims við drottins stól
dómspekt fengu’ og lög.
Líkn þú hin Ijúfa,
ijósheims vænsta dís;
björg jarðarbúa
besta, mild og vís!
Þegar þrotnar gæfa,
þín er hjálpin föl.
Hvað er sælla’ en svæfa
særðra’ og veikra kvöl,
— vera mannkyns heilsu-hlíf,
hrinda nauðum, bæta kíf,
græða mein og lengja !if,
ljetta heimsins böl?
II.
Kór.
Ó, vakið, vakið, vættir lands!
sem vökluð bjá fámennri, afskektri þjóð
á reynslunnar tið, svo þar aldrei dó út
á arni hin heilaga glóð!
Verndið, hollvættir landsins, í lengd og í bráð
vorrar lífssögu dýrastan arf,
því með lotning við feðranna fornment skal háð
vort framtíðar-menningar-starf.
Vakið, vættir lands!
Vakið, vættir lands!
Signið, ljósvættir, lieilögu hollvættir lands,
vors háskóla menningar starf!
Þú ljós vors heims! þú heims vors ljós!
þú heilaga, máttuga alvisku sól!
Send ylgeisla þína með vermandi vernd
yfir vaknandi menningar skjól!
Send viskunnar gætni með vegsögu-þor
og vaxandi þekkingar ljós!
Send lærdómsins þroska með lífstrúar-vor
og listanna síungu rós!