Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Side 17
17
Heilög sannleiks sól!
Heilög sannleiks sól!
Breið þú, sannleikans heilaga, himneska sól,
yfir liáskólann yl þinn og Ijós!
Auk samfagnaðarskeytanna frá konungi vorum og há-
skólanum í Kristíaníu, sem getið er hjer að framan, bárust
Háskóla íslands á stofnunardeginum samúðarskeyti frá gagn-
fræðaskólanum á Akureyri, bæjarstjórn Akureyrar, fjelagi
Færeyinga í Kaupmannahöfn, Ungmennafjelagi á Sunnmæri
í Noregi og frá alþjóðaíundi kyennfrelsiskvenna i Stokkhólmi.
4. Ráðstafanir til bráðabirgða.
Sumarið 1911 samdi og samþykti háskólaráðið:
1. Bráðabirgðareglur um starfsvið háskólaráðs og rekt-
ors, sem vóru staðfestar af Stjórnarráði íslands 22. sept. 1911
(fylgiskjal IV).
2. Frumvarp til Bráðabirgðareglugjörðar fyrir háskóla
íslands, sem var staðfest af konungi 4. okt. 1911 (fylgiskjal
V). Síðar var samþyktur Viðauki við þessa Bráðabirgða-
reglugjörð, sem náði staðfestingu konungs 27. des. 1911 (fylgi-
skjal VI).
II. Stjórn háskólans.
Rektor háskólans var þelta háskólaár prófessor dr. Björn
M. Ólsen, kosinn til þess starfs á almennum kennarafundi
10. júní 1911, sem áður er sagt.
Deildar/orselar vóru þessir:
I guðfræðisdeild: prófessor Jón Helgason,
- lagadeild: prófessor Lárus H. Bjarnason,
- læknadeild: prófessor Guðmundur Magnússon,
- heimspekisdeild: prófessor dr. Ágúst H. Bjarnason,
2