Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Page 50

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Page 50
25. gr. Hver valdsmaður, sem stefnt hefur háskólastúdent fjrrir glæp, skal tilkynna það þegar í stað rektor liáskólans. Svo er og þegar hafin er rjettarrannsókn gegn stúdent fyrir glæp. 26. gr. i Afskiftum háskólans af skrásettum stúdentum er þá fyrst lokið, er stúdent hefur hætt nárni að fullu og öllu og tilkynt ritara liáskólans það, eða liefur ekki sótt háskólann í fjögur kenslumisseri samíleytt. 27. gr. Háskólakennararnir standa fyrir öllum prófum, enn hver deild ræður fyrirkomulagi prófanna hjá sjer. Öll próf skulu haldin í heyranda hljóði. 28. gr. Við embættispróf og undirbúningsprót þau, er koma til greina við fullnaðarpróf, skulu jafnan vera tveir prófdómarar og skal annar þeirra ávalt vera utanháskólamaður. Stjórnarráðið skipar prófdómara þá, er ekki eru háskólakennarar, eftir tillögu liáskóladeildar, og skulu þeir gegna dómarastarfinu i 6 ár. 29. gr. Að loknu embættisprófi skal gefa þeim, sem staðist hafa prófið, kandidatsvottorð gegn 25 króna gjaldi, og rennur það i háskólasjóð. IV. Doktorar. 30. gr. Háskóladeildirnar hafa hver um sig rjett til að veita doktors- nafnbót, og cr slik nafnbót veitt annaðhvoi t í heiðursskyni eða að undangengnu sjerslöku prófi. Háskólaráð semur reglur um doktorspróf. 31. gr. Að jafnaði skal sá, er æskir doktorsnafnbótar, liafa lokið em- bættisprófi. Ilann verður að láta umsókn sinni fylgja visindalega rit- gjörð um eiltlivert ákveðið efni. Skal umsóknin stiluð til háskólaráðs, enn það selur ritgjörðina i hcndur hlutaðeigandi háskóladeild til álita og umsagnar. Nú er ritgjörðin talin fullnægja þeim krötum, sem gjöra ber til slikra visindalegra ritgjörða, og skal þá umsækjandi láta prenta liana og síðan verja hana á liáskólanum í heyranda hljóði á þeim degi, sem deildin ákveður.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.