Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Page 55
55
3. gr.
HásUólaráðið setur ritara háskólans erindisbrjef, svo og öðrum
starfsmönnum, er skipaðir kunna að verða.
II. Kenslan og nemendurnir.
4. gr.
Háskólaráðið getur veitt útlending, er lokið heíur stúdentsprófi
við lærðan skóla, jafngildan hinum almenna mentaslcóla i Reykjavik,
rjett til þess að verða skrásettur háskólaborgari, gegn því að greiða skrá-
setningargjald til háskólasjóðs enda sje mannorð stúdentsins óflekkað.
5. gr.
Verði skráseltur stúdent sekur um einhver afbrot gcgn scttum
reglum liáskólans, getur háskólaráðið gjört honum hegningu. Enn hegn-
ingin er annaðhvort áminning eða styrkmissir eða broltrekstur um
lengri eða skemmri tíma eða þá fyrir fult og alt.
Brottrekstur fyrir fult og alt, fyrir hverja sök sem er, skal þegar
i stað tilkynna stjórnarráðinu.
6. gr.
Afskiftum háskólans af skrásettum stúdentum er þá fyrst lokið,
er slúdent hefur hætt námi að fullu og öllu og tilkynt ritara háskólans
það, eða liann hefur ekki sótt háskólann i 4 kenslumisseri samfleytt.
III. Doklorar.
7. gr.
Háskólaráðið semur reglur um doktorspróf.
8. gr.
Umsókn um að mega ganga undir doktorspróf skal stiluð til há-
skólaráðs. Umsókninni skal fylgja vísindaleg ritgjörð og sendir há-
skólaráðið hlutaðeigandi liáskóladeild ritgjörðina til álita og umsagnar.
9. gr.
Æski doktor að lialda fyrirlestra við háskólann í vísindagrein
sinni, verður hann að tjá liáskólaráðinu þá fyrirætlan sína. Misbeiti
doktor fyrirlestrarrjettinum, getur háskólaráðið svift liann honum.
10. gr.
Háskólaráðið getur veitt kennurum lausn í bili undan kenslu-
skyldu. Til lausnar um lengri tíma og til ferða út úr landinu eða dvalar
þar, meðan stendur á kenslu, þarf aftur á móti samþykki landsstjórnar.