Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Page 59
59
VIII.
Erindisbrjef
handa dyraverði Háskóla íslands.
1. gr.
Dyravöröur skal sjá um að allar stofur háskólans og anddyrin
sjeu ræst vel á degi hverjum, þannig aö gólf sjeu þvegin, þurkað ryk
af hekkjum og borðum, þrifnir spitubakkar og loftið endurnýjað.
Sömuleiðis skal hann sjá um, að stjettin fyrir inngangsdyrum sje
þrifaleg.
Hann skal sjá um hitun miðstöðvarinnar og að hitaleiðslan sje
jafnan í góðu lagi. Skal hann að jafnaði halda 15° hita í stofum þeirn,
sem notaðar eru i það og það skiftið, nema beðið sje um að auka
liann eða minka.
Hann sjer og um ljósfæri háskólans og hafi jafnan gætur á, að
gaslciðslan leki hvergi og lampar sjeu þjettir, netin heil og alt í góðu
lagi. Skal hann, meðan þörf gerist, jafnan tendra lampana á undan
hverri kenslustund í stofum þeim, sem notaðar eru, og slökkva jafnan
þegar búið er að nota slofuna.
2. gr.
Dyravörður eða maður, er liann setur í sinn stað með samþykki
rektors, skal jafnan vera við í byrjun hverrar kenslustundar. Skal
hann nota kensluhljeð milli stunda lil að huga að hilanum i stofun-
um, endurnýja loftið í þeim og kveikja Ijós, ef þörf er á, þvo töfluna,
leggja fram krít og svampa og önnur kensluáhöld, svo og hyggja að
því, að hreint og gott blek sje í byttunum.
3. gr.
Dyravörður skal leiðbeina öllum þeim, sem erindi eiga í háskól-
ann, svo sem með því að vísa á kenslustofur, benda á falasnaga og
salerni og annað það, sem liann er spurður um. Sje aðsókn milul
enn fá sæti, skal hann reyna að útvega sem ílestum sæti, og greiða
fyrir þeim á allan liátt.
4. gr.
Dyravörður sjer um, að jafnan sje sápa og hreinar þurkur i
þvoltaklefanum, svo og pappir á salcrnunum. Skulu þau þvegin dag-
lega og oftar ef þörf gerist. Hann skal sjá um, að þau sjeu ekki notuð
af öðrum, enn þeim, sem eru eitlhvað riðnir við háskólann, og að ljósi
sje ekki brent þar frekar en þörf er á.