Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Qupperneq 62
62
enn veitingarvaldið er hjá háskólaráðinu eftir tillögum þeirrar háskóla-
deildar, er vísindin heyra undir.
5. gr.
Háskólaráðið hefur á hendi alla stjórn sjóðsins, semur reglu-
gerð fj7rir hann og leitar staðfestingar konungs á skipulagsskrá þessari.
Reykjavik 17. júlí 1911.
Ben. S. Pórarinsson.
Staðiest af konungi 10. nóv. 1011.
XI.
Skipulagsskrá
fyrir Minningarsjóð Hannesar Hafsteins.
1. gr.
Sjóður þessi, sem stofnaður er af islenskum konum á fimtugs-
afmæli II. Hafsteins, sem þakklætisvottur fyrir aðgjörðir hans í því að
útvega konum jafnrjelti við karlmenn til náms og embætta, og nemur
nú um áramótin 1400 krónum, skal heita:
Minningarsjóður Hannesar Hafsteins.
2. gr.
Sjóð þenna, ásamt því sem við hann bætist eftirleiðis með gjöf-
um og samskotum, vöxtum eður á annan liátt, skal fyrst um sinn
ávaxta þannig að kaupa fyrir hann bankavaxtabrjef, innlagsskírteini í
öðrum hvorum bankanna eða trygg verðbrjef, er gefi sem bestan arð
eður vexti.
3. gr.
Vexti alla skal leggja við liöfuðstól þangað til sjóðurinn cr orð-
inn fullar 3000 krónur, þá má úthluta hálfs árs vöxtum, þó eigi yfir
70 krónur á ári, uns sjóðurinn nemur 5000 kr., en þá má útbýta ’/3
vaxtanna, má það gjöra þangað til sjóðurinn er orðinn 10,000 kr., þá
má úthluta 8/i hlutum vaxtanna á ári hverju alt þangað til sjóðurinn
er orðinn 25,000 kr., enn úr því má úthluta öllum ársvöxtunum.
Pyki ekki tilefni eða ástæða til eitthvert ár að útbýta neinu af
vöxtunum skal þá alla leggja við höfuðstól.
4. gr.
Vöxtum þeim, sem samkvæmt framanrituðum ákvæðum má úthluta