Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Blaðsíða 9

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Blaðsíða 9
7 Það getur verið mjög mentandi fyrir stúdentana að glíma sjálfir við námsgreinarnar, en það er erfitt og ókleift nema þeim duglegustu. Pvi var það svo t. d. við Hafnarháskóla, þegar jeg var við nám, að flestallir stúdentar fengu sjer »manu- duction« í 2 — 3 greinum læknisfræðinnar og sumir í nær því öllum þeim greinum, sem til prófs komu. Þá fer nú að saxast á kosti fyrirlestrakensluaðferðarinnar og jeg held þvi, þegar öllu er á botninn hvolft, að jafnvel fyrir stúdenta muni kenslan með viðtali og yfirheyislu verða betri. Þetta á þó aðallega við þær greinir, sem ætlast er til, að stúdentarnir taki próf i. En fyrirlestrar eru samt sem áð- ur nauðsynlegir þar sem hentugar kenslubækur vantar og þar sem sjálfsagt þykir, að slúdentarnir fái yfirlit yfir eitt- hvert efni, sem ekki má ætlast til, að þeir fari að leggja á sig að lesa um beilar bækur. Jeg hef nú í aðaldráttunum borið saman kensluaðferðir hjer og erlendis og komist að raun um, að okkar aðferð sje betri og mætti af því ætla, að jeg væri fullánægður með það fyrirkomulag, sem hjer rikir í háskólanum. En svo er ekki. Jeg gat þess áðan, að nám slúdentanna hjer væri of hægt og því ekki nógu mentandi og þroskandi fyrir þá. Það likt- ist um of mentaskólanáminu, en háskólanám ætti helst að byggjast sem mest á sjálfstæðri rannsókn. Ekkert er eins mentandi og þroskandi eins og að kryfja ákveðið efni til mergjar. Við getum ekki búist við nje heimtað af stúdent sjálf- stæða rannsókn á öllum sviðum margþættrar vísindagreinar og því er okkar kensluaðferð að mörgu leyti góð, en ósk- andi væri, að hver stúdent vildi taka fyrir eitthvert ákveðið efni, sem honum væri mest hugleikið, og athuga það nánar en gert er í kenslubókunum, rannsaka það niður i kjölinn, í stuttu máli, verða visindamaður á þótt ekki væri nema örlitlu sviði. Hann má jafnvel fara út fyrir sitt eigið fag, hjer um bil sama hvað hann fæst við visindalega, bara hann fáist við eitthvað. Þetta mun viðasthvar vera heimtað til

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.