Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Blaðsíða 45
43
Leikfimi stúdenta.
Stúdentaráöið gerði all-ítarlega tilraun til þess að afla fjár til pess
að kosta leikfimiskenslu handa stúdentum. ítrekaði það að lokum hjá
stjórninni, sem pótti nóg um fjárbónir stúdenta. Pólti rjett að pessu
sinni að ganga ekki fastar að um petta vegna annara fjárveitinga, sem
kosta varð kapps um að koma gegnum pingið, fyrst og fremst fjár-
veitingar til Stúdentagarðsins.
Stúdentagarðsnefndin.
Fátt gerðisl hjá henni á pessu ári annaö en pað, að koma á fram-
færi í þinginu og fá samþykta 50 þús. kr. fjárveitingu á fjárlögum 1927,
og loforð um 50 pús. kr. næsta ár, til viðbótar. Sú breyting varð í
nefndinni, að í hana var bælt einum manni, og var til pess kjörinn
f’orkell Jóhannesson. Ennfremur var Lúðvig Guðmundssyni veitt
nokkurt fje til þess að fara utan og kynna sjer fyrirkomulag á Stúdenta-
görðum ytra. Fór hann víða um Norðurlönd og Pýskaland og dró
saman talsverðan fróðleik um petta efni, sem koma mun að haldi siðar.
Loks má geta þess, að í apríl barst Stúdentaráöinu brjef frá þýskum
stúdentum, pess efnis, að íslenskum stúdentum var boðið að taka pálf
i stúdentamóti, sem halda átti í Lubeck um mánaðamót maí—júní.
Mætti Benjamín Kristjánsson stud. theol. á móti pessu fyrir íslands
hönd, að tilhlutun Stúdentaráðsins.
Reykjavík, í sept. 1928.
Porkell Jóhannesson.