Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Blaðsíða 14

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Blaðsíða 14
12 Hann er fæddur á Hrauni á Skaga í Skagafjarðarsýslu á árunum 1852—54, launsonur Jóns bónda á Hrauni, en kend- ur manni á næsta bæ, er Sigurður hjet. Það föðurnafn bar hann framundir fermingaraldur. Móðir hans hjet Guðbjörg, er að sögn Arnórs prests í Hvammi í Laxárdal andaðist úr holdsveiki. Snemma mun hann hafa farið í dvöl, var um tíma í Höfnum, rjeri til sjávar á Blönduósi og heyrði jeg hann segja frá því sjálfan, var hann þá unglingur að aldri. Seinna fór hann að Þingeyrum til þeirra feðga Jóns og Ásgeirs. Lærði þar smíðar og vann við Þingeyrakirkju í ein 3 ár. Á yngri árum þótti hann inikill fyrir sjer, var burðamaður mikill, hneigðist allmikið til drykkjar, sem bæjarbragur var á Þingeyrum, og var þá ekki einhami. Mentunar naut hann engrar, en lærði þó að skrifa og skrifaði laglega hönd. Hann var athugull og minnugur, en sjerlundaður, hafði yndi af gletni og skopi, en þó manna spjehræddastur, dulur i skapi en vinfastur og tryggur, hefnigjarn og langminnugur jafnt á greiða sem mótgerðir. Með þessum mörkum var hann brendur, er jeg kyntist honum um aldamótin. Hann varð kunningi minn góður og trúði mjer, að jeg held, mörgum betur. Að eðlísfari var hann fremur tortryggur, hafði orðið fyrir ýmsum vanhöldum vináttunnar og minningarnar um það settust fyrir hjá honum. Hann var ágætur verkmaður, ötull og afkastamikill og útsjónarmaður við smíðar. Eftir að hann hætti að drekka gerðist hann samhaldssamur og pen- ingum þessum safnaði hann siðustu 20 árin, sem hann lifði, dró þá saman af vinnulaunum sínuin. Hingað mun hann hafa flutt af Blönduósi um eða eftir 1890. Hann var afar vandaður í viðskiftum og orðheldinn og stöku sinnum gat það komið fyrir, að hann gerðist full auðtrúa. Trúmaður á kirkjunnar vísu var hann enginn og hafði megna óbeit og fyrirlitningu á allri prestadýrkun og kreddulærdómum. Þá sjaldan hann settist á »eintal sálarinnar«, um þau efni, mun hann hafa talið sig únítara. Hann var einstæðingur alla æíi og fór sjaldnast hinar svo kölluðu »mannaleiðir«. 1 huga hafði hann að hverfa heim, en dró það of lengi uns hann

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.