Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Blaðsíða 13

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Blaðsíða 13
11 veittar verði 2000 kr. til þess að greiða iyrir kenslu um stundarsakir eftir þörfum«. Styrktarsjóður Jóhanns Jónssonar. Á fundi háskóla- ráðsins 24. febr. 1927 var lagt fram brjef frá sjera Rögn- valdi Pjeturssyni í Winnipeg, dags. 12. jan. 1927, um erfða- mál Jóhanns Jónssonar frá Nýja íslandi, er gerði Háskóla íslands að einkaerfingja sínum með óstaðfestri erfðaskrá. Lá við borð að Háskólinn yrði af fjenu en það fjelli undir rikið i Canada, en fyrir framúrskarandi dugnað sjera Rögn- valds fjekst loks staðfesting fylkisþingsins i Manitoba á erfða- skránni. Upphæð eigna dánarbúsins var 5485,97 dollarar, en var nú fyrir ýmislegan kostnað, erfðaskatt, málfærslu o. fl. komið niður í 4200 dollara. Þessi skilyrði voru sett fyrir gjöfinni: 1. Sjóðurinn er ævarandi og ber nafn gefanda. — 2. Peningarnir leggist á vöxtu og fyrir þá skulu keypt rik- isskuldabrjef íslensk. — 3. Vextir leggist við höfuðstól, þang- að til hann er kominn upp í 25 þúsund kr. Eflir það skulu þeir greiddir sem námsstyrkur samkvæmt ákvörðun Há- skólans. — 4. Háskólaráðið hefir algert umboð sjóðsins, ber ábyrgð á að höfuðstóll skerðist ekki og hvíli jafnan á vöxt- um. — 5. Peir einir geta orðið styrks aðnjótandi úr sjóðn- um, sem komnir eru úr sveit, haía eigi nægan fjárkost til að kosta sig við háskóla, en hafa þó fullnægt þeim mentun- arskilyrðum fyrir inntöku og nám við Háskólann, sem í gildi eru, þegar umsóknin er gerð. — 6. Að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir með styrkveitingu, sem að norðan eru komn- ir, úr Skagafjarðar eða Húnavatnssýslu. — 7. Að öðru leyti gildi sömu reglur við sjóð þenna, sem hina aðra slyrktar- sjóði Háskólans. Samþykt var að taka þessum skilyrðum fyrir hönd Há- skólans og var skipulagsskrá samin og samþykt af Háskóla- ráðinu þ. 5. sept. 1927 og er hún prentuð lijer aflar í Ár- bók þessari. Samkvæmt brjefi frá sjera Rögnvaldi Pjeturssvni, dags. 11. júlí 1927, eru helstu æfiatriði Jóhanns Jónssonar þessi:

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.