Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Blaðsíða 34
32
eink., 23. Jón Stefánsson 1. eink., 24. Jósep Einarsson 1. ág.
eink. — Fösludag 3. júní: 25. Júlíus Sigurjónsson 1. ág. eink.,
26. Konráð Kristjánsson 1. ág. eink., 27. Kristinn Stefánsson
1. ág. eink, 28. Magnús Finnbogason 1. eink. 29. ólafur
Þorsteinsson 1. ág. eink., 30. Óskar Erlendsson 3. eink.,
31. Ragnar ólafsson 1. eink., 32. Sveinn Benediktsson 1. eink.,
33. Sveinn Pjetursson 1. eink., 34. Sverrir Ragnars 1. eink.
Undirbúningspróf í grísku
fyrir guðfræðinemendur háskólans. Föstudaginn 4. febrúar
1927 voru prófaðir stúdentarnir Jón Auðuns, er fjekk 13 stig
og Sigurjón Guðjónsson, er fjekk 14£ stig. Mánudaginn 13.
júní voru prófaðir stúdentarnir Einar Sturlaugsson, er fjekk
13 stig og Gunnlaugur Br. Einarsson, er fjekk 8 stig. Próf-
dómari var prófessor Sigurður P. Sívertsen, en grískukennari
háskólans, adj unkt Kristinn Ármannsson, prófaði við bæði prófin.
Meistarapróf i íslenskum frœðum.
Þann 9. og 10. mai luku þeir cand. phil. Sigurður Skúla-
son og cand. phil. Þorkell Jóhannesson meistaraprófi i islensk-
um fræðum, báðir með einkunninni admissus.
Yerkefni i höfuðritgerðir (sex mánaða ritgerðir) voru:
Hugrás síra Guðmundar Einarssonar, búin til útgáfu eftir hand-
ritunum með inngangi og athugasemdum (Sigurður Skúlason).
Höfuðþæltir í búnaðarsögu og búskaparháltum íslendinga
frá upphafi og fram um siðaskifti (Porkell Jóhannesson).
Til skriflegs prófs:
Málfrœði: Tvihljóð í islensku, uppruni og þróun.
Bókmentasaga: Yfirlit íslenskra heimilda um norræna goða-
fræði og gildi þeirra.
Saga: Tekjustofnar konungsvalds af lslandi eftir siðaskifli.
1 fgrirleslra: Áhrif engilsaxnesku á islensku (Sigurður
Skúlason). Islenskir annálar til 1430 (Þorkell Jóhannesson).