Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Blaðsíða 43

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Blaðsíða 43
41 hætti og fyrri. Stúdentablaðið kom út í líku sniði og áður, þó nokkuð stærra og fjölbreyttara en fyr. Virðist auðsjeð, að útgáfa þessa blaðs muni verða hjeðan af sjálfsagður þáttur í starfi Stúdentaráðsins, a. m. k. þangað til að nauðsynlegt þykir að stækka blaðið og fjölga tölu- blöðum, sem væntanlega verður gert áður langt líði. Verður þá nauð- synlegt að hafa fastan ritsljóra, og raunar er það ýmsum annmörkum bundið, þótt ekki sje nema um eilt blað að ræða, er út komi 1. des. ár hvert, að gera það sæmilega úr garði á svo stuttum tíma, sem raun er á, frá því er blaðnefnd er kosin af nýju Stúdentaráði í nóv- embersbyrjun og fram um 20. nóv. er efnið verður að vera tilbúið. Ágóði af blaðinu varð um 750 kr. Að öðru leyti fóru hátíðahöldin fram með líku sniði og áður og enduðu með dansleik stúdenta í Iðnó. Það hefur þólt viðbrenna undanfarið að þátttaka stúdenla sjálfra í hátíðahöldunum væri ekki glæsileg og æskilegt væri. Má þar fyrst og fremst nefna skrúðgöngu stúdenta til Háskólans. Er bæði, að hún hefur oft verið fáliðaðri en skyldi, og tæplega með þeim svip sem hæfði svo veglegri hátíð og greindi skrúðgönguna frá venjulegri sorgargöngu stúdentanna. Tilraun var gerð til þess, að setja meiri viðhafnarsvip á skrúðgönguna með því að láta hljóðfæraílokk ganga í fararbroddi og leika stúdentalög, og skyldu stúdentar sjmgja með einróma. í þelta skifli gat þó ekki af þessu orðið sökum þess, að hljóðfæraflokkinn skorti nótur! Pess er að vænta, að ekki líði á löngu áður en tekst að koma því sniði á skrúðgönguna sem hæfir skrúðfylkingu á slíkum heiðursdegi. í sambandi við hátíðahöldin 1. des. vaknaði upp annað mál, sem væntanlega á eftir að hafa mikil áhrif á fjelagslífstúdenta ogsamkvæmi öll. Stúdentakór. fað hefur margoft koinið í ljós, að eitt af því, sem veldur þyngstum örðugleikum um það, að fjelagslíf stúdenta geti verið svo ánægjulegt sem skyldi, er það, að eigi hefur verið til neinn reglulegur söngflokkur stúdenta. Að vísu hafa undanfarið verið nokkur samtök um söng og hafa þau gert töluvert gagn. En eigi verður talið, að þessu máli sje vel borgið fyrri en svo er um búið, að flokkurinn er orðinn öruggur þáttur fjelagsframkvæmda stúdentanna og honum tryggt eitthvað starfsfje. Átti Stúdentaráðið þátt í því að stofnað var Stúdentakór undir stjórn Sigfúsar Einarssonar organista. Voru rúmlega 30 manns í söngsveit þessari, eldri stúdentar og yngri. Lagði Stúdentaráðið söngfiokknum nokkurt fje til nauðsynlegra útgjalda fyrst um sinn. Er þess að vænta að söngflokkurinn verði i framtíð mikill styrkur stúdenla- fjelagsskap öllum hjer í bænum, og til sóma fyrir háskólann. 6

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.