Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Blaðsíða 10

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Blaðsíða 10
8 meistaraprófs en ekki til embættisprófa, en þetta ættu allir að gera, jafnvel þótt þess sje ekki krafist. En til þess að geta fullnægt stúdentum að þessu leyti, þá þarf ýms hjálpartæki, sem við getum ekki boðið. Þar á jeg helst við ýmiskonar vinnustofur (Iahoratoria) fyrir stúdenta og aðra, sem vilja vinna að vísindalegu starfl. Þó eigum við eina slíka vinnustofu, sem jeg vil eggja stúdentana á að nota. Það er Landsbókasaínið. En Háskólinn á ekki að vera eingöngu kenslustoínun, hann á líka að vera vísindastofnun, þar sem kennararnir eiga að vera aðalverkamennirnir, sem fmna nýjar leiðir og ryðja nýjar brautir í baráttu mannkynsins fram til meiri þroska. Hróður Háskólans inn á við, í landinu sjálfu, fer aðallega eftir þvi, hversu vel hann mentar nemendur sina og hve miklum og góðum menningarstraum hann veitir á þann hátt yfir þjóðina, en hróður hans útávið byggist nær ein- göngu á því, hve mikið hann leggur til heimsmenníngar- innar. Jeg geri ekki ráð fyrir því, að útlendingar þeir, sem á annað borð vita, að hjer er háskóli og þekkja ástæður hans, búist við miklu af honum, sem vísindastofnun. Flestir er- lendir háskólar standa þar miklu betur að vigi. En hróður Háskólans og um leið Islands er að miklu leyti undir þvi kominn, að við getum lagt eitthvað af mörkum til heims- menningarinnar og með þvi sýnt, að við lifum í menningar- landi, sjeum menningarþjóð, því að við getum ekki haldið álram að lifa eingöngu á fornri frægð. Hvað getum við þá gert? Við verðum að leita að verk- efnum, sem við stöndum betur að vigi að vinna að en aðr- ir og að þeim verkefnum á Háskólinn að vinna af kappi. Og við eigum þau verkefni. t’ar á jeg aðallega við norræn fræði og íslensk náttúruvisindi, rannsókn lands og þjóðar. í norrænum fræðum hefir þegar verið unnið töluvert af Há- skólanum og jeg veit, að þeim störfum verður haldið áfram. En hvað hefir Háskólinn gert fyrir íslensk náttúruvísindi ?

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.