Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Blaðsíða 26

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Blaðsíða 26
24 3. Sijjarjett með eldri stúdentum 3 stundir í viku nokkuð af fyrra og alt síðara misserið. 4. Refsirjett, sjerstaka hlutann, 3 stundir vikulega hvort misserið. Heimspekisdeildin. Prófessor, dr. phil. Ágúst H. Bjarnason. 1. Fór yfir sálarfrœði og rökfrœði með yngstu stúdentunum, 4 stundir í viku bæði misserin og síðast 5 stundir. 2. Fór til framhaldsnáins í sálarjrœði yfir Wm. Mc. Dougall: Outline of Psychology II, Abnorm Psychology. Voru það einkum læknanemar, 9 —10 talsins, er tóku þátt í lestr- inum og ílultu ásamt kennaranum styttri eða lengri erindi um einstaka kafla bókarinnar. Tvær stundir í viku fram til febrúarloka. 3. Flutti fyrirlestra fyrir almenning, Trú og vísindi, 1 stund í viku í Kaupþingssalnum, frá byrjun ársins og fram til marsloka. Efni fyrirlestranna var þetla: I. Inngangur, II. Trú og visindi, III. Sköpun eða þróun, IV. Tilkoma mannsins og þróun mannkynsins, V. Þróun trúarbragð- anna, VI. Biblían, VII. Jesús Kristur og kenningar hans, VIII. Páll postuli, IX. Kenning postulanna tólf — Jóhann- esar guðspjall, X. Kennisetningar kirkjunnar, XI. Yfirlit og aðfinslur, XII. Niðurlag: »Hví gjörðist guð maður?« Prófessor, dr. phil. Sigurður Nordal. 1. Las stúdentum fyrir ágrip af sögu íslenskra bókmenta á lœrdómsöld (1630—1750). Tvær stundir í viku hæði misserin. 2. Fór yfir Atlakviðu og Atlamál. Tvær stundir aðra hverja viku fyrra misserið. 3. Fór yfir Njálu í samtalslímum. Fiullu stúdentar alls 8 erindi um ýmis atriði sögunnar. Var hvert erindi fyrst flutt i viðurvist kennara og síðan (endurskoðað) fyrir almenning. Tvær stundir í viku siðara misserið.

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.