Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Blaðsíða 12

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Blaðsíða 12
10 III. Gerðir háskólaráðs. Kosning varaforseta og ritara. Á fundi 29. sept. 1926, kaus háskólaráðið varaforsela próf. dr. phil. Ágúst H. Bjarna- son og ritara próf. Sigurð P. Sívertsen. Styrkur úr sjóði Hannesar Árnasonar. Háskólaráðið samþykti á fundi 19. nóv. 1926 að leggja það til, að Ste/áni Pjeturssyni, stud. mag. yrði veittur Hannesar Árnasonar styrkur næstu 4 árin og mælti með því, að sl)Trkupphæðin yrði færð úr 2000,00 kr. upp í 3000,00 kr. á ári. Tillögur um fjármál. f*ann 10. nóv. 1926 skrifaði Stjórn- arráðið háskólaráðinu brjef og bað um tillögur til breytinga á fjárlögunum, að því er snerti Háskólann. Háskólaráðið samþykti svolátandi tillögu: »Að þvi er fyrst snertir launakjör háskólakennaranna, þá hafa þeir vænst þess að undanförnu, að rikisstjórnin beitti sjer fvrir því, að þau væru bætt, enda er það á allra vit- orði, að þau hafa að undanförnu verið óviðunanleg og Al- þingi viðurkent það með því að hækka laun eins háskóla- kennarans. Þegar nú dýrtiðaruppbótin lækkar stórkostlega, þá er það Ijóst, að laun kennaranna verða svo lág, að þeim verður gjörsamlega ómögulegt að lifa af þeim, og skorar háskólaráðið því eindregið á ráðuneytið að hlutast til um, að launakjör kennaranna verði bætt, að minsta kosti svo, að vegi á móti lækkun dýrtiðaruppbótarinnar frá því sem n ú er. Námsstyrk stúdenta og húsaleigustyrk telur háskólaráðið óverjandi að lækka, þótt visitalan hafi lækkað. Aðra liði í § 14. B. I. í fjárlögunum sjer háskólaráðið ekki ástæðu til að lækka, en leggur það hins vegar til, að liður- inn f. sje hækkaður upp i 1500 kr. vegna þess, að lækna- deildin þarf óbjákvæmilega að kaupa 3 smásjár. Samkvæmt ályktun háskólaráðsins 29. sept. þ. á., leggur það enn til, að

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.