Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Blaðsíða 23

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Blaðsíða 23
21 Prófessor Guðmundur Thoroddsen. 1. Fór með viðtali og yfirheyrslu 4 stundir í viku yfir handlœknissjúkdóma, í þvagfærum, hrygg og útlimum að nokkru leyti. 2. Fór yfir almenna handlœknisfrœði 2 stundir í viku, með yngri nemendum. 3. Æfði handlœknisaðgerðir á liki með eldri nemendum. 4. Leiðbeindi stúdentum daglega i handlœknisvitjun í Landa- kotsspítala. 5. Kendi yfirsetufrœði 2 stundir í viku bæði misserin. Dósent Níels P. Dungal. 1. Farið 3 stundir í viku bæði misserin yfir alla almennu sjúkdómafrœðina, að undanskildum sjerstökum bólgu- tegundum. Til hliðsjónar var notuð við kensluna Herx- heimer: Grundlagen der paihologischen Analomie. Enn- fremur farið yíir stulta sgklafrœði eftir Vilh. Jensen og ágrip af ónœmisfrœði eftir kennarann. 2. Meinafrœði. Með viðræðum og yfirheyrslum var farið yfir sjúkdóma í meltingarfærum, þvagfærum og taugakerfi. 3. Haustmisserið hjelt kennarinn einn fyrirlestur í viku um erjðir, aðallega um hin almennu erfðalögmál, en einnig var drepið litilsháltar á nokkrar sjerstakar greinir erfða- vísindanna. 4. Rjettarlœknisfrœði var kend 1 stund í viku bæði misserin. Við kensluna var notuð Harbiiz: Lœrebog i Retsmedicin. Byrjað á bókinni og með viðræðum og yfirheyrslum farið yfir alla kaílana út að eitrunum. 5. Með yngri stúdentum var með fyrirlestrum og æfingum einu sinni i viku farið yfir mestalla vefjafrœðina. 6. Með eldri stúdentum var með vikulegum æfingum í rannsóknastofu háskólans farið yfir meinvefjafrœði þannig, að þeir fengu litaðar sneiðar af allskonar meinum til að skoða i smásjá undir leiðbeiningu kennarans. 7. Ennfremur voru eldri stúdentum kendar einfaldar sýkla-

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.