Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Blaðsíða 16

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Blaðsíða 16
14 skyldur við þjóð yðar, sem gefur yður kost á að öðlast þá menntun, sem hér er kostur á. Þér eigið sjálf völina, hvort þér rækið þessar skyldur eða afrækið þær. Þér megið vera þess fullviss, að háskólanámið er örðugt, hvaða grein sem þér leggið stund á. Það krefst mikillar vinnu og mikillar elju, og þvi örðugra er það, sem þér setjið yður hærra mark. Mark- mið yðar á ekki að vera það eitt að geta með einhverjum hætti komizt í gegn um háskólaprófin. Minnizt þess, að eftir þau próf bíða yðar ótalmörg próf önnur, er þér í hinu dag- lega starfi eigið að fara að nota þá þekkingu, sem þér áttuð að hafa aflað yður með háskólanámi yðar. Þá leita aðrir til yðar í því trausti, að þér séuð sérfræðingur og getið leyst vandamál þeirra, og því trausti megið þér ekki bregðast. Það er undir þau mörgu og vandasömu próf, sem þér eigið að búa yður á háskólaárum yðar. Non scholae sed vitae discimus, þessi gamli skólamálsháttur á ekki síður við um háskólanám en um nám við aðra skóla. Þér megið eigi halda, að hið akadem- iska frelsi sé ábyrgðarlaust sjálfræði. Þér megið eigi láta um- skiptin frá skólaaganum til frelsisins leiða til þess, að þér af- rækið nám yðar fyrsta háskólaárið, en því miður hefur það stundum hent unga stúdenta. Mannsævin er ekki lengri en svo, að það munar um hvert ár hennar, jafnvel um hvem dag, og hver stimd, sem ónotuð líður, kemur aldrei aftur og verður aldrei framar að gagni. Um leið og ég býð yður velkomin í háskólann og í hóp akademiskra borgara, óska ég yður þess, að þér megið ávallt hafa þetta hugfast, og ég óska yður þess, að hvort sem háskólavist yðar verður lengri eða skemmri, þá megið þér öll bera héðan með yður veganesti, sem verða megi yður styrkur og stoð til að standast með sóma þau mörgu og vandasömu próf, sem lífið sjálft mun leggja fyrir yður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.