Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Blaðsíða 68
66
Debet Kredit Debet Kredit
Kr. Kr. Kr. Kr.
Tapaðar skuldir............ 8 500 8 500
Auglýsingar ............... 6 850 6 850
Rekstur fasteignar ........ 1800 4 400 2 600
Afsláttur ................. 2 400 1550 850
Gengismunur ............... 1300 1300
Ýmis kostnaður............. 9 832 9 832
Kr. 1712 584 1712 584 810 946 810 946
Semjið reikningsyfirlit, pr. 31. des. 1947, þar sem tekið sé tillit
til eftirfarandi atriða:
1) Af fasteign afskrifist 3%.
2) Af áhöldum afskrifist 10%.
3) Vörubirgðir nema 77 500 kr. við söluverði. Meðalálagning á
kostnaðarverð þeirra, kominna í hús, er talin hafa numið 25%.
4) 5. des. seldi verzlunin Þórði Ólafssyni vörur fyrir 5000 kr. Hon-
um hefur nú verið lofað 10% afslætti, en hann hefur ekki enn
verið bókfærður.
5) Samkvæmt upplýsingum hjá h/f X er sölu umboðssöluvaranna
lokið, þótt ekki hafi það enn sent endanlega skilagrein. Vöru-
sala sú, sem h/f. Drangey hefur ekki enn fengið skilagrein um
og því ekki bókfært, nemur 4000 kr. Umsamin umboðslaun,
375 kr., hafa ekki heldur verið bókfærð.
6) Óseldar birgðir af umboðssöluvörunum frá h/f Y nema 3525 kr.
Það er umsamið, að h/f Drangey megi reikna sér 300 kr. í
leigu fyrir geymslu á vörunum í vörugeymslu sinni, sem er í
fasteigninni, og hefur það ekki verið bókfært. Hin ákveðnu
umboðslaun, 412 kr., hafa ekki heldur verið bókfærð.
7) Inneign hjá skuldunautum nemur 58 321 kr., en skuldir til
lánardrottna 41 204 kr. Meðal skuldunautanna eru þessir menn:
Jón Jónsson, sem skuldar 1 500 kr.
Sigurður Sigurðsson, sem skuldar 2 200 kr.
Báðar þessar skuldir eru endanlega tapaðar. Við síðustu reikn-
ingsskil hafði verið gert ráð fyrir því, að Sigurður mundi ekki
greiða nema helming skuldar sinnar, og hafði því hinn hluti
skuldarinnar verið afskrifaður óbeint og færður á fymingar-
reikning skuldunauta. Ýmsar aðrar skuldir eru og taldar vafa-
samar, og er talið rétt að afskrifa þess vegna 4 000 kr.
8) Laun eru ógreidd, að upphæð 1 000 kr.