Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Blaðsíða 92
90
lands hann doktorsnafnbót í læknisfræði honoris causa. Hann
hlaut gullheiðurspening H. Kiimmels 14. sept. 1934, var sæmd-
ur stórriddarakrossi fálkaorðunnar 1. des. 1926 og kom.2 dbr.
28. sept. 1931.
Skrá um ritstörf hans er í „Læknar á fslandi", Rvík 1944, og
í „Skrá um rit háskólakennara 1911—1940“, Rvík 1940.
Jón Steffensen.
X. MÓTTAKA KONUNGSEFNIS NORÐMANNA,
SNORRANEFNDARINNAR NORSKU
OG ANNARRA NORSKRA GESTA
Hinn 21. júlí 1947 tók rektor á móti konungsefni Norðmanna,
norsku Snorranefndinni og öðrum norskum gestum á Snorra-
hátíðinni í hátíðasalnum. Var boðið til móttökunnar sendi-
herra Norðmanna, ráðherrum, háskólakennurum og mörgum
öðrum.
Rektor bauð gestina velkomna, og var ræða hans á þessa
leið í íslenzkri þýðingu:
f nafni Háskóla íslands býð ég yður öll hjartanlega vel-
komin. Það er ótíður viðburður, meira að segja einstæður
viðburður, ekki einungis í sögu háskóla vors, heldur, þori ég
að fullyrða, einnig í sögu flestra annarra háskóla, að fá í
heimsókn jafn virðulegan flokk fulltrúa frá öðru landi og þann,
sem oss hlotnast að taka á móti hér. Hér eru fuiltrúar norsku
þjóðarinnar allrar, allar stéttir þjóðfélagsins eiga hér fulltrúa,
en í broddi fylkingar er konungsefni Noregs. Og það er oss
sérstök ánægja, að það skuli einmitt vera fulltrúar norsku
þjóðarinnar, sem hér eru saman komnir. Því að enginn getur
neitað því, að fslendingar og Norðmenn standa hvorir öðrum
nær en nokkurri annarri þjóð.
Forfeður vorir, sem fyrir meira en 1000 árum tóku sér ból-