Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Blaðsíða 87
85
ur Hannesson lagði ekki árar í bát. Árið 1924 skrifar hann
Bryn og Hansen um nauðsyn þess að koma á fót norrænu
mannfræðingamóti. Bryn tók vel í málið, og Hansen sagði, að
ef almennur áhugi væri á málinu, þá skyldi ekki standa á sér,
og áleit heppilegt að tengja mannfræðingafundinn við mót
norrænna náttúrufræðinga, er ætti að verða sumarið 1925 í
Kaupmannahöfn. Ennþá var ekki búið að fá Svía í málið; af
mannfræðingum þeirra voru mestu ráðandi þeir C. M. Fúrst
og H. Lundborg. Hinn síðarnefndi var forstöðumaður „Statens
Institut för Rasbiologi", sem var eina stofnunin á Norðurlönd-
um, er fékkst eingöngu við mannfræði, og einmitt um þessar
mundir var hann að vinna að víðtækum mælingum á Svíum.
Lundberg notaði sínar eigin mælingaraðferðir, sem voru í ýmsu
frábrugðnar þeim, er Fúrst, Bryn og Guðmundur Hannesson
notuðu. Ef nokkuð hefði átt að ávinnast um samræmingu á
mælingartækni, var því nauðsynlegt að fá Lundborg með í
fyrirtækið. Nú var fátt á milli Hansens og Lundborgs, sem
auk þess var skapstirður. Hansen skrifaði því ekki Lundborg,
heldur Rolf Nordenstreng, og bað hann um að undirbúa jarð-
veginn meðal Svía. En Nordenstreng þorði ekki að minnast á
Hansen við Lundborg og skrifaði Guðmundi Hannessyni og
skýrði honum frá málavöxtum, jafnframt því sem hann hvatti
Guðmund til þess að færa þetta í tal við Lundborg. Það varð
úr, og nú komst skriður á málið. Lundborg svaraði Guðmundi
um hæl og sagðist þegar hafa hafizt handa og skrifað ýmsum
mannfræðingum á Norðurlöndum og lagt til, að mótið yrði
haldið sumarið 1925, ekki í Kaupmannahöfn, heldur í Upp-
sölum. Um þennan fundarstað varð síðan almennt samkomu-
lag, og þetta fyrsta og eina norræna mannfræðingamót komst
þannig á fyrir áhuga og atbeina Guðmundar Hannessonar. Á
mótinu talaði hann um mannfræði íslendinga og um norræn-
ar mælingarreglur og fékk samþykktar eftirfarandi tillögur:
1) að samdar yrðu norrænar mælingarreglur, 2) að námskeiði
yrði komið á fót við mannfræðistofnunina í Uppsölum, 3) að
samin yrðu mannfræðisheiti á öllum Norðurlandamálum í
svo góðu samræmi sem unnt væri. Þessar samþykktir komust