Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Blaðsíða 129
127
málverk til að prýða stofur háskólans. Var úrval lítið og þóttu
aðeins 5 myndir boðlegar og var samþykkt að hengja þær upp í
herbergi stúdentaráðs. Þar sem Málverkasafninu berast við og við
myndir, ber að halda þessu máli vakandi.
Samþykkt var að senda deildarfélögunum bréf og beina þeim til-
mælum til þeirra, að þau prýði stofur deildanna, og var þar bent á
stofu guðfræðisdeildar til fyrirmyndar.
13. íþróttir. Samþykktar voru tillögur í stúdentaráði um að skora
á íþróttafél. stúdenta að athuga möguleikana á iðkun kappróðra,
glímu og hnefaleika. íþróttafél. kvaðst mundu gangast fyrir glímu-
kennslu, þegar íþróttahúsið væri tilbúið, verið væri að semja við
Menntskælinga um iðkun hnefaleika í þeirra húsi og með þeirra
áhöldum, en kappróðrar væru ekki tímabærir, fyrr en skíðaskálinn
væri kominn upp, þar sem kostnaður yrði allmikill við iðkun þeirr-
ar íþróttar, en félagið mundi hafa hana hugfasta.
14. Bikar til handknattleikskeppni. Stúdentaráð gaf bikar til
keppni milli deilda í handknattleik og meðlimum sveitar lækna-
deildar, sem bikarinn fékk, verðlaunapeninga.
15. Bridge-keppni. Stúdentaráð stóð fyrir keppni í bridge, gaf
bikar til að keppa um og sæmdi meðlimi sveitarinnar, sem vann,
verðlaunapeningum.
16. íþróttasvæði. Stúdentaráð sótti í samráði við íþróttafélag
stúdenta til bæjarins um svæði nálægt Nýja-Garði til íþróttaiðkana.
17. Setustofa. Stúdentaráð beindi þeim tilmælum til háskólaráðs,
að stúdentar fengju setustofu til afnota í háskólanum, og húsgögn-
um væri komið fyrir í anddyrinu. Hvað hið fyrra snertir, mun hvert
skot vera setið sem stendur.
18. Tilmæli til ríkisstjórnar og Alþingis um að segja upp flug-
vallarsamningnum svo fljótt sem ákvæði hans leyfa, voru samþykkt
á stúdentaráðsfundi 29. nóv. 1946.
19. Tilmæli til menntamálaráðherra voru samþykkt 12. febr. um
að skipa settan dósent Ólaf Björnsson í embættið, sem hann hafði
gegnt við laga- og hagfræðisdeild. Var það gert stuttu síðar.
20. Vettvangur stúdentaráðs. Á fimdi ráðsins 5. marz var sam-
Þykkt að gefa út blað, sem skýrði frá störfum stúdentaráðs. Fyrsta
tt»l. kom út í marz s.l.
^mislegt fleira bar á góma í ráðinu og ýmis önnur mál lét stúd-
entaráð til sín taka, sem ekki verður getið hér sérstaklega.
Reykjavík, 30. okt. 1947.
Geir Hallgrímsson
formaður stúdentaráðs.