Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Blaðsíða 8
6
að ganga, er þar með stigið stórt byrjunarspor í þá átt að
fullkomin kennaradeild verði sett á fót í háskólanum. Annað
mikilvægt löggjafarmál, sem háskólann varðar og einnig er
nú á döfinni, er frumvarp til laga um atvinnudeild háskólans,
er ég gat um í ræðu minni á þessum degi í fyrra. Það mál er
enn fyrir Alþingi. Enn vil eg geta þess, að lög hafa nú verið sett
um tilraunastöðina á Keldum í Mosfellssveit, og er þar ákveð-
ið, að hún skuli lúta læknadeild háskólans.
Verðbólga sú hin mikla og dýrtíð, sem nú er í landinu, hef-
ur bitnað á háskólanum, eins og öðrum, og tafið og torveld-
að framkvæmd ýmissa verka, er honum var nauðsyn á að
láta vinna sem fyrst. Vér höfðum vænzt þess, að íþróttahús
það, sem háskólinn á í smíðum, yrði fullgert nú í haust, svo
að íþróttakennsla fyrir stúdenta gæti farið þar fram í vetur.
Það er gleðilegt frásagnar, að íþróttaáhugi hefur glæðzt mjög
meðal stúdenta, og eru nú margir ágætir íþróttamenn í þeirra
hóp, og hefði verið mikilsvert að geta veitt þeim sem bezta
aðstöðu til íþróttaiðkana. En því miður hafa vonir vorar um
að geta tekið húsið til afnota í haust, brugðizt, og er um kennt
skorti á mannafla við smíðina. Annað nauðsynjaverk, sem
enn er óunnið, er lagfæring háskólalóðarinnar. Skipulagsupp-
dráttur hefur nú verið gerður af lóðinni, og var í ráði að
byrja á lagfæringu hennar nú í haust, en úr því gat ekki orð-
ið, vegna þess að eigi var unnt að fá nægilegt vinnuafl til
þess. Þá er bygging húss yfir náttúrugripasafnið þriðja nauð-
synjaverkið. Því máli höfum vér eigi heldur gleymt, þótt minni
rekspölur sé á það kominn en skyldi. Húsameistari hefur
verið ráðinn til að gera uppdrátt af húsinu, og er það verk
unnið í samráði við þrjá náttúrufræðinga, sem stjórn Nátt-
úrufræðifélagsins hefur nefnt til.
Háskóli fslands hefur nú starfað í 35 ár. Telst mér svo til,
að á þvi tímabili hafi 1770 skrásetningar stúdenta farið fram.
Stúdentatalan er þó nokkru lægri, því að sumir stúdentanna
hafa verið skráðir oftar en einu sinni, er þeir fluttust á milli
deilda á námstímanum eða hófu nám að nýju í annarri deild
en þeirri, sem þeir höfðu lokið fullnaðarprófi í, en þess eru