Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Qupperneq 127
125
til byggingar skíðaskálans. Er þar um að ræða 4—5 þús. kr. árlegar
tekjur eða samtals 20—25 þús. kr.
Rétt þótti að kjósa sérstaka byggingamefnd til að gera tillögu
til almenns stúdentafundar um stað fyrir skálann og hafa forgöngu
um byggingarframkvæmdir. Var tillaga þess efnis samþykkt á al-
mennum stúdentafimdi 15. okt. 1947. Var 5 manna nefnd kosin,
form.: Úlfur Ragnarsson stud. med.
Framkvæmdasjóður stúdenta.
var stofnaður 13. des. 1946 með 5000 kr. framlagi, og skipulagsskrá
hans samþykkt 5. febr. Samkv. henni skal stofnfé, vextir af því og
allir aðrir vextir vera kyrrt í sjóðnum, þar til hann er 100 þús. kr.
Sjóðnum skal einungis varið til gagnlegra framkvæmda í þágu stúd-
enta, en ekki til reksturskostnaðar, og þarf samþykkt % hluta ráðs-
ins á fullskipuðum fundi til að samþykkja fjárveitingar úr sjóðn-
um. Ráðið fór fram á það við stjórn Tjamarbíós, að það léti fram-
kvæmdasjóð fá ágóðann af kvikmyndasýningum í Tjarnarbíó 1. des.
ár hvert, en stjórnin treystist ekki upp á sitt eindæmi að veita
annað en ágóðann af 3 sýningum. Sneri ráðið sér til háskólaráðs
með sömu málaleitun, en háskólaráð vildi binda fjárveitingu þessa
við ákveðna framkvæmd, byggingu skíðaskála.
Fjárhagur.
Láta mun nærri, að eignir stúdentaráðs hafi tvöfaldazt í tíð nú-
verandi ráðs, þegar eignir framkvæmdasjóðs eru taldar með. Hagn-
aður á árinu varð kr. 25674.35 að viðbættum hagnaði, sem gengur
beint til Framkvæmdasjóðs, kr. 2649.35, samtals kr. 28323.70.
Ýmis mál.
1. Skrifstofa stúdentaráðs. Sú nýbreytni var tekin upp að hafa
skrifstofu ráðsins opna reglulega, þrisvar í viku, mánudaga, mið-
vikudaga og föstudaga kl. 11—12.
2. Stúdentablaðið. Safnað var og bundið inn tvö eintök af Stúd-
entablaðinu, annað frá upphafi, en hitt frá 1930, þar sem í það ein-
tak hafði ekki fengizt enn eitt tbl. frá því fyrir 1930. Annaðist
Runólfur Þórarinsson stud. mag. þetta.
3. Árbækur Háskólans. Bundnar voru inn allar Árbækur Háskól-
ans, enda birtist skýrsla stúdentaráðs í þeim.
4. Námsstyrkir. Farið var fram á 15 þús. kr. hækkun á náms-
styrk til háskólastúdenta, og var sú hækkun samþykkt af Alþingi.
Hækkuðu styrkir við þetta um rúm 8%. Þá skipaði stúdentaráð og
nefndir innan deildanna til að gera tillögur um skiptingu styrksins.
5. Gamla mötuneytið. Það hætti störfum eins og kunnugt er