Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Side 6
4
Ölafur hefur gegnt rektorsstörfum þrisvar sinnum í samtals
5 ár og hefur haft mikil og heillavænleg áhrif á þróun háskólans.
Nokkrar breytingar hafa orðið á kennaraliði á þessu ári.
Próf. Jón Hj. Sigurðsson lætur nú af embætti vegna aldurs,
en við embætti hans tekur dr. Jóhann Sæmundsson. Próf.
Jón Hj. Sigurðsson hefur verið kennari við háskólann frá
stofnun hans 1911, eða samtals í 37 ár. Hann var skipaður
prófessor 1932 og var rektor háskólans 1942—45. Hann var
yfirlæknir við lyflæknisdeild landspítalans í nær 18 ár, eða frá
1931, og hefur unnið öll sín störf af mikilli árvekni og dugnaði.
Er því háskólanum mikil eftirsjón að honum. — 1 stað Isleifs
Árnasonar prófessors í lögfræði, er baðst lausnar frá embætti
á síðastliðnu sumri, hefur verið skipaður Ólafur Jóhannesson
lögfræðingur, er gegnt hefur kennslu um skeið sem settur pró-
fessor, en í embætti Gunnars Thoroddsens, núverandi borgar-
stjóra, hefur verið settur Ármann Snævarr lögfræðingur. Þá
hefur tekið við lektorsstörfum í þýzku Ingvar Brynjólfsson.
Loks hefur Ólafur Björnsson, dósent í hagfræði, verið skipaðui'
prófessor. Um leið og ég býð hina nýju kennara velkomna til
starfa, þakka ég hinum fráfarandi öll störf þeirra.
Háskólinn hefur verið í örum vexti á undanförnum árum,
eftir að hann öðlaðist hin nýju húsakynni sín. Nýjar deildir
hafa risið upp: viðskiptadeild, verkfræðideild og tannlækna-
deild, og kennsla hefur verið skipulögð í tungumálum og regl-
ur um sérstök próf (B.A.-próf) hafa verið settar fyrir þá,
er leggja stund á tungumál. Má segja um kennslu tungumál-
anna, að hún sé vart komin af tilraunastigi, en mikið hefur
þegar áunnizt, og ber þar til að nefna, að nú gegna íslenzkir
menn kennslunni í höfuðmálunum þrem, ensku, frönsku og
þýzku, og hlýtur meiri festa og samhengi að ríkja í kennslu-
fyrirkomulaginu en áður, er erlendir menn gegndu þessum
störfum, þótt góðir væru, en tíð skipti voru á mönnum. Hins
vegar er háskólinn mjög þakklátur fyrir, að bæði Bretar,
Danir, Svíar og Frakkar hafa sent hingað sendikennara um
alllangt skeið. Nú hafa Norðmenn farið að dæmi þeirra og
skipað cand. mag. Hákon Hamre kennara í norsku, og býð ég