Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Qupperneq 8
6
háskólinn af sínu fé látið reisa íþróttahús handa stúdentum, er
hefur tekið til starfa. Bygging þess kostaði um iy2 millj. króna,
og væntir háskólinn þess, að hin ágætu skilyrði til íþrótta-
iðkana, er nú hafa verið sköpuð, verði til þess að auka þrótt
og lífsgleði hinna ungu stúdenta. Iþróttaskylda stúdenta var
lögboðin fyrir nokkrum árum, og ber öllum stúdentum, er heil-
brigðir eru, að iðka íþróttir fyrstu 2 árin, og einnig að inna
af hendi próf í sundi, en öllum stúdentum háskólans er greiður
aðgangur að notkun hússins eftir reglum, er brátt verða settar.
Enginn stúdent fær leyfi til að ganga undir próf, ef hann hefur
ekki innt íþróttaskyldu sína af hendi, og verða nú gerðar
strangari kröfur en áður til stúdenta um þessar íþróttaiðkanir
eftir að íþróttahúsið komst upp. Háskólinn hefur hug á því
að láta gera síðar, þegar efni standa til, sundlaug í sambandi við
íþróttahúsið, og hafa þegar verið gerðir frumdrættir að slíkri
byggingu. Þá er enn í undirbúningi að reisa á háskólalóðinni
byggingu fyrir náttúrugripasafn ríkisins, og hafa frumdrættir
verið samþykktir af háskólaráði. Varð það að samkomulagi, er
lögin um happdrætti háskólans voru framlengd til ársins 1959,
að háskólinn skyldi af tekjum happdrættisins taka á sig þær
fjárhagsbyrðar að láta reisa byggingu yfir náttúrugripasafnið,
og verður þessi fyrirhugaða bygging miklu veglegri og stærri
en upphaflega var ráðgert, en háskólinn treystir því, að honum
muni takast að koma verki þessu í framkvæmd. Hins vegar
verður nú ekki sagt, hvenær verkið geti hafizt, því að oss er
nú mikil nauðsyn að láta skipuleggja alla háskólalóðina og
gera hana þannig úr garði, að hún verði þjóðinni og stofnun-
inni til sóma. Væntum vér fastlega, að byrjað verði á fram-
kvæmd á vori komanda. Háskólaráð æskti þess, að bygging
þjóðminjasafnsins yrði reist á háskólalóðinni, og er þeirri bygg-
ingu vel á veg komið. Þegar náttúrugripasafnið bætist við,
hafa námsskilyrði íslenzkra stúdenta batnað að stórum mun,
því að gera má ráð íyrir, að kennsla í náttúruvísindum verði
tekin upp, er skilyrði eru sköpuð, en í þjóðminjasafnsbygging-
unni verður fyrirlestrasalur, þar sem fluttir verða stöku sinn-
um fyrirlestrar um íslenzka fomfræði og menningarsögu.