Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Síða 9

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Síða 9
7 Hef ég þá í stórum dráttum rakið framkvæmdir síðustu ára og einkum vikið að þeim viðfangsefnum, er lausnar bíða. Ber ég þá sannfæringu í brjósti, að oss muni takast að leiða þessi mál farsællega til lykta og að ekki líði mörg ár áður en þessum framkvæmdum verði lokið. Mun þá verða risið upp háskólahverfi, er sé í nokkru samræmi við þjóðarmetnað íslendinga, en þar mun þó ekki verða staðar numið, því að eftir því sem menning og þjóðarþroski vex, munu ný viðfangsefni krefjast lausnar, er næstu kynslóðir munu fást við, enda er það eðli og skylda hvers háskóla að standa í fararbroddi um öll þau mál, er aukið geta þekkingu og hagsæld sinnar þjóðar. Vík ég þá með nokkrum orðum að hinu innra lífi háskólans. Á síðastliðnu sumri var efnt til námskeiðs í íslenzku fyrir stúdenta frá Norðurlöndum, er stóð í 5 vikur. Kennt var íslenzkt nútíðarmál daglega og fluttir allmargir fyrirlestrar um íslenzk fræði af kennurum háskólans. Sóttu námskeið þetta 12 stúdentar, flestir frá Norðurlöndum, og má segja, að þessi fyrsta tilraun hafi tekizt vel. Munu athugaðir möguleikar á að halda slík námskeið oftar, og þá einnig fyrir enskumælandi stúdenta, þótt slíkt sé nokkrum erfiðleikum bundið og allmiklar kröfur gerðar til kennara deildarinnar að halda fyrirlestra sína á framandi málum. En oss er ljóst, að á oss hvílir rík skylda að auka þekkingu annarra þjóða og ekki sízt fræðimanna á gildi islenzkrar tungu fyrir menningu allra germanskra þjóða. Hinar ríku bókmenntir vor Islendinga og ágæti tungunnar er dýrasti arfurinn, er oss hefur hlotnazt, og erum vér kennarar i íslenzkum fræðum einkum til þess kjörnir að ávaxta hann og veita öðrum þjóðum hlutdeild i þeim miklu fjársjóðum, er tunga vor geymir. Slíkt verður aðeins gert með ítarlegum rann- sóknum á ýmsum sviðum og vísindalegum ritgerðum um tungu vora, bókmenntir, menningarsögu og fornfræði. Alþingi hefur réttilega viðurkennt mikilvægi þessara starfa með því að auka starfslið deildarinnar fyrir nokkrum árum. Vér keppum eigi aðeins að því að auka þekking þjóðarinnar á tungu sinni, bók- menntum og sögu, heldur einnig að því að gera háskóla vorn að miðstöð íslenzkra fræða í veröldinni. Ótal verkefni bíða þess,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.