Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Síða 9
7
Hef ég þá í stórum dráttum rakið framkvæmdir síðustu ára
og einkum vikið að þeim viðfangsefnum, er lausnar bíða. Ber
ég þá sannfæringu í brjósti, að oss muni takast að leiða þessi
mál farsællega til lykta og að ekki líði mörg ár áður en þessum
framkvæmdum verði lokið. Mun þá verða risið upp háskólahverfi,
er sé í nokkru samræmi við þjóðarmetnað íslendinga, en þar
mun þó ekki verða staðar numið, því að eftir því sem menning
og þjóðarþroski vex, munu ný viðfangsefni krefjast lausnar,
er næstu kynslóðir munu fást við, enda er það eðli og skylda
hvers háskóla að standa í fararbroddi um öll þau mál, er aukið
geta þekkingu og hagsæld sinnar þjóðar.
Vík ég þá með nokkrum orðum að hinu innra lífi háskólans.
Á síðastliðnu sumri var efnt til námskeiðs í íslenzku fyrir
stúdenta frá Norðurlöndum, er stóð í 5 vikur. Kennt var
íslenzkt nútíðarmál daglega og fluttir allmargir fyrirlestrar
um íslenzk fræði af kennurum háskólans. Sóttu námskeið þetta
12 stúdentar, flestir frá Norðurlöndum, og má segja, að þessi
fyrsta tilraun hafi tekizt vel. Munu athugaðir möguleikar á
að halda slík námskeið oftar, og þá einnig fyrir enskumælandi
stúdenta, þótt slíkt sé nokkrum erfiðleikum bundið og allmiklar
kröfur gerðar til kennara deildarinnar að halda fyrirlestra sína
á framandi málum. En oss er ljóst, að á oss hvílir rík skylda
að auka þekkingu annarra þjóða og ekki sízt fræðimanna á
gildi islenzkrar tungu fyrir menningu allra germanskra þjóða.
Hinar ríku bókmenntir vor Islendinga og ágæti tungunnar er
dýrasti arfurinn, er oss hefur hlotnazt, og erum vér kennarar
i íslenzkum fræðum einkum til þess kjörnir að ávaxta hann
og veita öðrum þjóðum hlutdeild i þeim miklu fjársjóðum, er
tunga vor geymir. Slíkt verður aðeins gert með ítarlegum rann-
sóknum á ýmsum sviðum og vísindalegum ritgerðum um tungu
vora, bókmenntir, menningarsögu og fornfræði. Alþingi hefur
réttilega viðurkennt mikilvægi þessara starfa með því að auka
starfslið deildarinnar fyrir nokkrum árum. Vér keppum eigi
aðeins að því að auka þekking þjóðarinnar á tungu sinni, bók-
menntum og sögu, heldur einnig að því að gera háskóla vorn
að miðstöð íslenzkra fræða í veröldinni. Ótal verkefni bíða þess,