Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Page 11
9
ýmis menningarmál fara nú mjög í vöxt, og ber oss Islend-
ingum, eftir því sem við verður komið og ástæður leyfa í
hvert sinn, að sækja slíka fundi, en enginn er hlutgengur í
slíkum mótum, ef hann kann ekki til fullnustu heimsmálin,
og af þeim er ensk timga nauðsynlegust. Verzlun og viðskipti
þjóðarinnar beinast nú til margra landa, og ber því allt að sama
brunni, að nauðsynlegt verður að endurskoða allt viðhorf vort til
umheimsins og gera þær breytingar á kennslufyrirkomulagi skól-
anna, er sé í samræmi við breyttar aðstæður. En samtímis
þessu verður að leggja stund á að viðhalda öllu því, sem reynzt
hefur bezt í lífi þjóðarinnar á umliðnum öldum og gæta þess,
að erlend ómenning nái ekki að festa rætur, eða eins og skáldið
kemst að orði:
Hlöðum á grundvöll af hérlendri menning
því heilbrigða, lífvæna í erlendri kenning,
heimatryggir í hjarta og önd.
Stofnun lýðveldisins hefur lagt þjóðinni ríkar skyldur á
herðar, og allt þjóðlíf vort mun verða ævarandi barátta fyrir
frelsi og sjálfstæði, og mun þeirri baráttu aldrei linna. Er oss
því nú meiri nauðsyn en nokkru sinni áður að gæta þess, sem
fengizt hefur, og sækja fram til aukinnar menningar og hag-
sældar. Allt uppeldi vort á ekki aðeins að miða að því að veita
þeim, sem eiga að erfa landið, þá þekking, er vér getum miðlað
þeim og gert þá hæfa í baráttu lífisins, heldur hlýtur höfuð-
atriðið að vera að skapa góða og göfuga þjóð, sem trúir á
hugsjónir lífsins og hlutverk þjóðar vorrar. Margt, sem aflaga
fer í þjóðfélagi voru, stafar af illum hugsunum, sjálfshyggju,
eigingirni, valdagræðgi og margskonar löstum, og eru því upp-
eldismál hverrar þjóðar mikilvægustu vandamálin. Háskóli vor,
sem nefndur er æðsta menntastofnun þjóðarinnar, hlýtur því
að gera strangar kröfur bæði til kennara og nemanda. Það
er reynsla mín á löngum lífsferli, að siðgæðishugsjónir krist-
innar trúar munu gera hverja þá þjóð farsæla, er tileinkar sér
þær og reynir að haga lífi sínu í samræmi við þær. Dimm
ský grúfa nú yfir öllum mannheimi. Ég ber þá ósk í brjósti,
2