Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Side 18
16
anum í Frankfurt a. M. og frá borgarstjórn þeirrar borgar að
senda fulltrúa á hátíð, er haldin var 24.—28. ágúst 1949 til
minningar um 200 ára afmæli Goethes. Háskólarektor og
próf. Gylfi Þ. Gíslason voru fulltrúar háskólans á hátíðinni.
Þá barst boð frá Verkfrœðiháskólanum í Helsinki á aldar-
afmælishátíð skólans 13.—15. sept. 1949, og kom próf. Finn-
bogi R. Þorvaldsson þar fram sem fulltrúi háskólans.
Rektor háskólans var í nóvember 1948, ásamt nokkrum
öðrum háskólarektorum frá Norðurlöndum, boðið að heim-
sækja háskólana í Skotlandi, og var hann um 3 vikur í þeirri
ferð.
Námsleyfi var veitt þessum stúdentum, er lokið höfðu stú-
dentsprófi erlendis: Wilhelminu Tymstra Loftsson, Ulf Zacharia-
sen, Per Wilberg Lingaas, Leiv Gjöen, Magne Kjenseth og
Erling Chr. Bull Christophersen.
Prófdómendur. Menntamálaráðuneytið skipaði 27. maí 1949
dr. Svein Bergsveinsson prófdómanda við B.A.-próf í þýzku
og cand. mag. Ágúst Sigurðsson prófdómanda við B.A.-próf í
dönsku, báða til 6 ára.
Undanþága við próf. Menntamálaráðuneytið samþykkti með
bréfi 14. júní 1949, eftir tillögu heimspekisdeildar, að veita
Adolf Guðmundssyni undanþágu frá ákvæðum 54. gr. háskóla-
reglugerðarinnar á þá leið, að hann mætti ljúka B.A.-prófi í
2 námsgreinum einungis, 3 stig í hvorri.
Sjóðir.
Minningarsjóður norskra stúdenta. Frú Guðrún Brunborg
afhenti 9. nóv. 1948 háskólanum til varðveizlu Minningarsjóð
norskra stúdenta, og er stofnfé sjóðsins 100.000 krónur. Sjóð-
urinn er stofnaður með gjöfum hjónanna Guðrúnar og Salomons
Brunborgs og sona þeirra, Erlings og Egils, en þau eru búsett
í Billingstad í Noregi. Er sjóðurinn helgaður minningu allra
þeirra norsku stúdenta, sem lögðu líf sitt í sölurnar fyrir föð-