Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Síða 19
17
urland sitt í frelsisbaráttu Norðmanna á árunum 1940—45.
Tilgangur sjóðsins er að efla menningarsamband Islands og
Noregs með því að styrkja norska stúdenta og kandídata til
náms við Háskóla Islands.
Annan sjóð sams konar hafa sömu gefendur stofnað við
Oslóarháskóla: Stud. ökon. Olav Bruriborgs minnefond tíl for-
dél for verdige og trengende islandske og norske studenter, og
er stofnfé hans 47752 norskar krónur.
Frú Guðrún Brunborg hefur safnað sjálf fé í þessa tvo sjóði,
í íslenzka sjóðinn að öllu leyti og í norska sjóðinn að mestu
leyti með fyrirlestrum og kvikmyndasýningum. Hefur hún í
því skyni ferðast hér á landi í nokkur sumur, flutt fyrirlestra
og sýnt norskar kvikmyndir.
Skipulagsskrá Minningarsjóðs norskra stúdenta er prentuð
á bls. 108—110.
Minningarsjóður Davíðs Scheving Thorsteinssonar. Stofnandi
sjóðsins, Þorsteinn Scheving Thorsteinsson lyfsali, hefur á þessu
skólaári aukið sjóðinn með gjöfum, sem nema samtals 9000
krónum.
Almanakssjóður. Menntamálaráðuneytið ákvað, samkv. beiðni
háskólaráðs, að gjöld fyrir stimplun almanaka skyldi hækka
upp í kr. 16.50 fyrir hvert hundrað.
Framfarasjóður Brynjólfs H. Bjarnasonar. Háskólaráð kaus
próf. Ágúst H. Bjamason formann sjóðsstjórnarinnar til 3 ára,
en til vara Hákon Bjarnason skógræktarstjóra.
Happdrætti Háskóla fslands.
1 stjóm happdrættisins 1949 vom kosnir prófessorarnir dr.
Ölafur Lámsson, formaður, dr. Alexander Jóhannesson og dr.
Magnús Jónsson. Endurskoðendur próf. Ásmundur Guðmunds-
son og Þorsteinn Jónsson, fyrrv. bankafulltrúi.
Tjamarbíó. 1 stjóm þess 1949 vom kosnir prófessoramir
3