Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Blaðsíða 54
52
misseris luku 3 stúdentar prófi í öörum hluta (lyfjafræði og
meinafræði) og einn í tannsmíði.
Prófdómedur voru tannlæknamir HaTlur HaTlsson og Theódór
Brynjólfsson.
Laga- og hagfræðisdeildin.
I. Síðari hZuti embættisprófs í lögfræði.
1 lok fyrra misseris lauk einn kandídat síðara hluta emb-
ættisprófs í lögfræði, en 17 í lok síðara misseris.
Verkefni í skriflegu prófi í janúar 1949 voru þessi:
I. I kröfu- og hlutarétti: Gerið grein fyrir hugtakinu eignar-
réttur.
n. 1 refsirétti: Skýrið 248. gr. almennra hegningarlaga.
m. 1 réttarfari: Lýsið reglunum um sönnunargildi vitna-
skýrslna.
IV. Raunhœft verkefni:
Þann 20. september 1946 tóku þeir Jón Jónsson, 20 ára gamall
afgreiðslumaður í verzluninni X, og Sigurður Jónsson, jafngamaU
frændi hans, húsnæði á leigu hjá Haraldi Haraldssyni kaupmanni,
í húsi hans nr. 14. við N-götu hér í bænum. Skyldi leigan, 300 kr.
á mánuði, greiðist mánaðarlega eftirá, og var það gert tvo fyrstu
mánuðina, október og nóvember.
Þeir Jón og Sigurður voru í kröggum og gátu m. a. ekki staðið
í skilum með leiguna. Haraldur var þó ekki aðgangsharður, en
þegar liðnir voru 4 mánuðir, án þess að greitt væri, tilkynnti hann
þeim félögum þann 10. april 1947, að þeir yrðu að rýma húsnæðið,
ef þeir eigi greiddu tafarlaust áfallna leigu fyrir desember—marz,
að báðum meðtöldum, svo og aprílleigu. Ennfremur krafðist hann
þess, að þeir settu tryggingu fyrir skilvísri greiðslu leigunnar fram-
vegis.
1 þessum vandræðum varð Jóni það á, að taka ófrjálsri hendi
óútgefinn víxil að upphæð kr. 1600.00, samþ. af Guðmundi Guð-
mundssyni útgerðarmanni til greiðslu í Útvegsbankanum þann 20.
júlí 1947, en víxill þessi var eign verzlunarinnar X, og fékk Jón
færi á honum þannig, að gjaldkeri verzlunarinnar hafði vikið sér
frá, en skilið eftir opinn peningaskápinn, og lá víxillinn þar ofan
á skjölum í skápnum.