Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Síða 59
57
að hann mótmælti útburði á Þórði. Var Jón þá einn orðinn gagn-
aðili Þórðar, en hélt þó málinu áfram.
Hann vildi og fá bætt tjónið vegna vatnsrennslisins, er var metið
á 1200 kr., og ennfremur krafðist hann þess, að Bjarna yrði refsað
fyrir tökuna á dúknum. Bjami vildi á hinn bóginn innheimta laun
sín fyrir málninguna, kr. 2200.00.
Gegn hverjum er þeim Jóni og Bjama rétt að beina kröfum sín-
um, og hver verða úrslit um þær, svo og í útburðarmáli Þórðar og
refsimáli Bjarna?
Skriflega prófið fór fram 26., 28. og 30. apríl og 2. maí.
n. Fyrri hluti embættisprófs í lögfræði.
1 lok fyrra misseris luku 2 stúdentar fyrra hluta embættis-
prófs, en 20 í lok síðara misseris.
Verkefni í skriflegu prófi í janúar 1949 voru þessi:
I. 1 sifja- og erfðarétti: Hvað skilur sameiginlega erfðaskrá
og gagnkvæma erfðaskrá? Lýsið reglum þeim, er helzt
reynir á við slíkar erfðaskrár.
H. 1 stjórnlagafræði: Skýrið 60. gr. stjórnarskrárinnar.
Verkefni í skriflegu prófi í apríl voru þessi:
I. í sifja- og erfðarétti: Hverjir eru skylduerfingjar og hver
er réttur þeirra?
H. 1 stjórnlagafræði: Hver eru skilyrði kosningaréttar til al-
þingis?
Prófdómendur voru dr. jur. Björn Þórðarson og dr. jur. Einar
Arnórsson.
III. Kandídatspróf í viðskiptafrœðum.
Einn stúdent lauk kandídatsprófi í viðskiptafræðum í maí
1949.
í lok fyrra misseris luku 13 stúdentar prófi í almennri
lögfrœði, 4 í viðskiptareikningi, 6 í kröfurétti og einn í banka-
rekstrarfræði. 1 lok síðara misseris luku 7 stúdentar prófi í
cdmennri bókfærslu, 7 í tölfrœði, 6 í iðnaðarrekstrarfræði, 12
í íslenzkri haglýsingu, einn í viðskiptareikningi og einn í kröfu-
rétti.
8