Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Side 69
67
Verkfræðisdeildin.
I lok síðara misseris luku 3 stúdentar fyrra hluta prófi í verk-
fræði:
Guðmundur Magntússon ........... I. einkunn 6.72
Páll Flygenring ................ I. einkunn 6.02
PáTl Hannesson ................. I. einkunn 6.18
Prófdómarar voru Brynjólfur Stefánsson cand. act., Einar
B. Pálsson dipl.-ing., Geir Zéga vegamálastjóri, Gísli Þorkelsson
cand. polyt., dr. Guðjón Samúelsson, dr. Sigurður Þórarinsson,
Steingrimur Jónsson rafmagnsstjóri, Zophonías Pálsson land-
mælingafræðingur og dr. ÞorkeU Þorkelsson.
VIII. Ártíð Ara fróða.
Átta alda ártíð Ara prests Þorgilssonar hins fróða var
minnzt með athöfn í hátíðasal háskólans að kveldi 9. nóv.
1948. Varaforseti háskólans, próf. Ásmundur Guðmundsson,;
stýrði athöfninni í fjarveru rektors.
Athöfnin hófst með því að dómkirkjukórinn, undir stjórn
dr. Páls Isólfssonar, söng kafla úr Alþingishátíðarljóðum Davíðs
Stefánssonar frá Fagraskógi („Sjá liðnar aldir líða hjá“), en
nokkurn hluta kaflans las Lárus Pálsson leikari.
Þá tók vararektor til máls og mælti á þessa leið:
Hæstvirta ríkisstjóm og aðrir háttvirtir áheyrendur.
Fyrir nokkrum árum hélt háskólinn hátíð til minningar um
Snorra Sturluson, er 7 aldir voru liðnar frá dauða hans. 1 dag
höldum vér minningarhátíð Ara prests hins fróða Þorgilssonar á
8 alda ártíð hans. Hann andaðist 9. nóv. 1148, að því er íslenzkar
ártíðaskrár herma.
Þótt Snorra beri hæst í bókmenntasögu íslendinga og hann
sé frægastur þeirra allra að fomu og nýju, þá taldi hann sjálfur
Ara skipa öndvegið og bar dýpstu lotningu fyrir brautryðjenda-