Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Side 72
70
birtist og það með þeim hætti, að önnur íslenzk sagnaritun verð-
ur að njóta af. Án þess yrði í fyrstu aldasögu íslands opið og
ófyllt skarð.
Allra fegurst mun þó lýsa Ara Landnáma hans, að líkindum
meginverk ævi hans. Hún er vísast lengi að myndast, jafnvel
allt frá þvi er Ari teygar fyrsta sögufróðleik af vörum Gellis
afa síns og svo þeirra Teits fóstra síns og Halls Þórarinssonar
í Haukadal. Hann kynnist á Alþingi þeim, sem spakastir eru og
sögufróðastir. Hann mun sennilega hafa ferðazt um landið fyrir
Gissur biskup og kynnzt því nákæmlega, m. a. fjölda örnefna
víðsvegar. Hann veit varla sjálfur langa hríð, að hann muni rita
bók um landnám um land allt. En loks verður bókin til. Og
hvílík bók! Einstæð gersemi í sinni röð. Engar hliðstæður að
henni í miðaldabókmenntunum né heimsbókmenntunum yfir-
leitt, fyrr eða síðar. Alls engar fyrirmyndir við að styðjast á
neinn hátt. Snilligáfa Ara skapar hana. Orð Landnámu um
Ingólf Arnarson hafa með réttu verið höfð um hann sjálfan,
að því breyttu, sem breyta ber:
„Ingólfur var frægastr allra landnámsmanna, því at hann
kom hér at óbyggðu landi, ok byggði fyrstr landit; gerðu þat
aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum.“
Ari leggur undirstöðuna að söguvísindum og bókmenntum
íslendinga.
Síðan byggja aðrir þar ofan á.
Þannig er Ari prestur Þorgilsson hinn fróði einn þeirra
manna, sem íslendingar eiga mesta þakkarskuld að gjalda.
Það er ekki ófyrirsynju, að háskólinn minnist hans með
sérstakri hátíð næst Snorra.
I ráði var, að í dag kæmi út á vegum háskólans nákvæm
eftirlíking af handritum Islendingabókar, gerð í Lithoprent.
Því miður hefur það ekki getað orðið. En bók þessi er væntan-
leg innan skamms. Formála ritar dr. Jón Jóhannesson háskóla-
kennari.
Frændur vorir, Norðmenn, hafa nú reist Snorra eirlíkan og
gefið oss.
Eigum vér ekki sjálfir að reisa Ara?