Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Síða 73
71
En þótt svo verði ekki, þá skulum vér samt skipa honum
þann sess í hugum vorum, sem honum ber, og geyma arfsins
frá honum kynslóð eftir kynslóð, meðan íslenzk tunga er
töluð og söguvísindi þróast með vorri þjóð.
Að því búnu las Lárus Pálsson kvæði það, sem hér er prentað
og Jakob Jóh. Smári hafði ort fyrir hátíð þessa.
Skína vitar elds um aldir
andans, f jarst til hinztu stranda,
birtu færa á myrkum mari
manna fleyjum, þótt kynslóð deyi, —
fræða um átt í ótal hættum.
Upp þeir Ijóma fornan blóma.
Langt um rastir, að eilífð yztu,
andinn skín, þó að jarðlíf dvíni.
Ari, fyrstur þú varst þeirra
þróttauðugra mennta-drótta
íslenzkra, sem orðin Ijósu
ættartungu skráðu og bættu.
Sögu lands um liðna daga
lýstir þú með penna trúum,
sýndir það, er sannast reyndist, —
sómi þinn fyrir Skuidar dómi.
Nú, er áróðurs-gjammið grimma
geisar og hlutdrægt vægðarleysi,
moldhríð lyga vígum veldur,
villt er um rök í heimi trylltum, —
þinna fræða hreina heiði
hátt er sett, ofar flokkadráttum;
bendir þú upp, til efstu linda
anda og sannleiks í hverjum vanda.