Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Síða 74
72
Hver um rétt og sann skal sinna
sannarlegra fræðimanna,
sýna það æ, er sannara reynist,
sjálfur bljúgur í verkum drjúgur, —
horfa jafnan hátt í starfi,
halla aldrei réttu spjalli:
Ara dæmin eru til sóma
Islands þjóð, vorri göfgu móður.
Þorgilssonar dæmið dýra
duga skal æ hans frjálsa hugar,
til að reisa vörðu, er vísa
veginn skal þeim, er markið eygja: —
Andinn frjáls, án ótta og helsis,
opnar sjónir hjá raka þjónum;
sannindi gnæfi öllu ofar,
eilífur ljómi um rétta dóma!
Þá flutti próf. dr. Einar Ól. Sveinsson erindi um Ara fróða,
og er það prentað í Skírni 1948, bls. 30—49.
1 sambandi við minningarathöfn þessa var haldin sýning í há-
skólanum 9.—11. nóv. á handritum Islendingabókar og liðlega
50 bindum rita, er voru útgáfur Islendingabókar eða vörðuðu
Ara Þorgilsson, sagnaritun hans og landnámaritun.
IX. SÖFN HÁSKÓLANS
Háskólabókasafn.
Bókaöflun ársins var lítil, 1522 bd., og engar stórgjafir, en
margur veik að safninum bók eða bæklingi, sem þakka ber.
Fjárveitingar til safnsins voru hinar myndarlegustu, eins og
reikningar háskólans sýna, en gjaldeyrisveitingamar eigi. Horfur