Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Page 102
100
B. 1 málfræði skal aðaláherzla lögð á beygingarfræðina.
Prófið er einungis munnlegt.
2. stig:
A. Textar:
Úr ritum Xenofóns, 80 bls.
Úr ritum Herodótusar, 80 bls.
Kviður Hómers, 3 þættir, um 2000 ljóðlínur.
B. Málfræði: Beygingarfræðin skal vandlega lesin. Helztu atriði
setningarfræðinnar lærð. Nokkrar skriflegar æfingar.
C. Nemandi skal lesa ágrip af grískri bókmenntasögu og
kynnast þjóðskipulagi og menningu Aþenu og Spörtu. Auk
þess skal hann kynnast nokkrum helztu niðurstöðum forn-
leifafræðinnar á sviði grískrar menningar. Loks skal hann
hafa lesið ágrip Grikklandssögu.
Prófið er munnlegt og skriflegt.
3. stig:
A. Textar:
Úr ritum Platóns, 80 bls.
Úr ritum grískra mælskumanna (Demosþenesar, Lysíasar),
60 bls.
Kviður Hómers, 4 þættir, um 3000 ljóðlínur.
B. Víðtækari og rækilegri kunnátta í grískri málfræði.
C. Fyllri þekking í grískri bókmennta- og menningarsögu.
Prófið er munnlegt og skriflegt.
Yfirlit yfir störf stúdentaráðs 1948—49.
Skýrsla stjórnarinnar.
Að afloknum kosningum til stúdentaráðs, laugard. 30. okt. 1948.
voru eftirtaldir menn rétt kjörnir til setu í ráðinu (atkvæðatölur list-
ans í svigum).
Af A-lista —sameiginlegum lista Félags frjálslyndra stúdenta og
Stúdentafélags lýðræðissinnaðra sósíalista (119 atkv.): Bjami V.